Skíðaæfing B

Æfing B

1

Endurtekin 15 – 20 sinnum.

 • Standið rétt með hendur niður á mjöðum eða haldið þeim útréttum.
 • Beygið ykkur í hnjánum en ekki meira en svo að þið séuð í sitjandi stellingu.
 • Hnén mega ekki standa framar en tærnar
2

Setið á meðan sætt er. Þetta telst vera ein lota. Takið tímann. Æfingin skapar meistarann.

 • Setjist upp við vegg án þess að nota stól. Sitjið þannig upp við vegginn að lærleggirnir standi beint út og myndi rétt horn við fótleggina.Sitjið nú í þessum „rússneska hægindastól“ eins lengi og þið getið. Í þessari æfingu á ekkert að hreyfa sig og hún er ekki endurtekin.
3

Endurtekin 10-15 sinnum

 • Leggist á magann með hendur undir lærum.
 • Lyftið fótum frá gólfi og setjið fæturna í kross, hvorn yfir annan á víxl eins og að verið sé að klippa með skærum.
4

Endurtekin 20 -30 sinnum.

 • Leggist á bakið á gólfið. Hvílið á olnbogunum með hendur undir lendum.
 • Lyftið fótunum örlítið frá gólfi.
 • Lyftið nú hægra hné og dragið það í áttina að vinstri öxl og skjótið um leið öxlinni fram á móti.
 • Réttið úr fætinum og endurtakið æfinguna með vinstri fæti. Gætið að því að fótalyfturnar eiga að vera hægar í þessari æfingu
5

Endurtekin 10 – 20 sinnum.

 • Setjist á borð- eða stólbrún. Leggið kústskaft eða eitthvert priki yfir herðarnar.
 • Vindið bolinn svo að kústurinn viti ýmist fram eða aftur.
 • Gætið þess að hreyfa ekki mjaðmirnar
6

Endurtekin 10 – 15 sinnum (æfinguna má eins gera á hnjánum).

 • Leggist á magann á gólfið, leggið lófana á gólfið og teygið hendurnar örlítið út.
 • Lyftið ykkur frá gólfinu. Haldið líkamanum beinum svo rassinn standi ekki út í loftið.
 • Æfingin er endurtekin en án þess að leggjast alveg í gólfið. Hafið um það bil tíu sentimetra bil á milli ykkar og gólfsins.