Skíðaæfing A

1

Endutekin 15-20 sinnum

 • Standið rétt með hendur niður með síðum.
 • Setjið hægri fótinn fram þannig að vinstra hné snerti næstum því gólfið en beygið hægra hné þannig að lærleggur myndi hér um bil rétt horn við fótlegginn.
 • Farið aftur í byrjunarstöðu og endurtakið æfinguna.
2

Setið á meðan sætt er. Það telst vera ein lota. Takið tímann. Æfingin skapar meistarann.

 • Setjist upp við vegg án þess að nota stól. Sitjið þannig upp við vegginn að lærleggirnir standi beint út og myndi rétt horn við fótleggina.
 • Sitjið nú í þessum „rússneska hægindastól“ eins lengi og þið getið. Í þessari æfingu á ekkert að hreyfa sig og hún er ekki endurtekin
3

Endurtekin 15 – 20 sinnum.

 • Leggist á fjóra fætur.
 • Teygið nú fótinn hægt upp og aftur, eins og verið sé að sparka
 • Haldið fætinum uppi í smátíma og farið aftur í byrjunarstöðu
4

Endutekin 10-15 sinnum

 • Leggist á bakið og látið iljarnar nema við gólfið og kreppið hnén.
 • Krækið höndum fyrir aftan hnakka og lyftið bolnum í áttina að hnjánum. Mjaðmirnar eiga að lyftast frá gólfi.

Athugið! Gætið þess að toga ekki í höfuðið eða hnakkann. Þeir sem ekki geta vanið sig af því að toga í hnakkann ættu að prófa að halda um eyrun í staðinn. Endurtakið æfinguna 40 sinnum.

5
 • Setjist á borð- eða stólbrún. Setjið kústskaft eða eitthvert prik á herðarnar.
 • Vindið bolinn svo að kústurinn viti ýmist fram eða aftur.
6

Gætið þess hreyfa aðeins bolinn. Æfingin er endutekin 10-15 sinnum.

 • Snúið bakinu í borð eða stól og leggið lófana á stólbakið eða borðið.
 • Hafið fæturna um það bil einn metra frá stólnum.
 • Látið ykkur síga með því að beygja olnbogana. Hafið bakið sem beinast.
 • Réttið úr olnbogunum til að fara aftur í byrjunarstöðu.
 • Þegar fram í sækir er hægt að láta fæturna hvíla á stól en ekki á gólfinu