Sjóntækjafræðingur

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Félag íslenskra sjóntækjafræðinga

Nafn á tengilið:

Stefán Hafliðason, formaður

Aðsetur:

Pósthólf 8862
128 Reykjavík

Starfssvið (hlutverk):

Starfssvið er viðgerð og þjónusta á öllum sjónhjálpartækjum.

Er starfsemin niðurgreidd af Tryggingastofnun/Verkalýðsfélögum:

Þjónustan er ekki niðurgreidd, nema hjá börnum í einstaka tilfellum.

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Stéttin er viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum

Menntun:

Nám sem liggur að baki, hva Menntun þarf að sækja erlendis, farið er fram á að lokið hafi verið við fullnaðarpróf frá viðurkenndum skóla í því landi sem námið fer fram. Heilbrigðisráðuneytið veitir leyfisbréf eftir umsögn landlæknis, prófessors í augnlækningum og Félags íslenskra sjóntækjafræðinga.
Námið er á háskólastigi og tekur 3-4 ár. Flestir sækja nám til Norðurlandanna, enda er Félag íslenskra sjóntækjafræðinga félagi í Nordisk optikråd

Hliðargreinar:

Hliðargreinar eru snertilinsumátun hér á landi, en þá er mælt fyrir linsum. Ýmsir möguleikar eru erlendis, þá er hægt að sérhæfa sig í t.d. sjúkrahússjónfræði, vinnuumhverfissjónfræði, sjón og umferðamálefni svo dæmi séu tekin.