Sjálfsfróunaræfingar – mest fyrir stúlkur


Hvað er sjálfsfróun?

 • Sjálfsfróun er það þegar við örvum okkur sjálf kynferðislega. Oft með því að snerta kynfærin með hendinni. Einnig má notast við ýmis hjálpartæki. Örvunin leiðir yfirleitt til fullnægingar.
 • Næstum því allir karlmenn hafa reynt sjálfsfróun frá unglingsárum. Það veitist þeim jafnan auðvelt.
 • Þrátt fyrir að sumir karlar eigi í erfiðleikum með stinningu og þar með einnig í vandræðum með að fá fullnægingu þá er stinning og sjálfsfróun án fullnægingar óhemju sjaldgæf meðal karla. Þó má bæta við að hægt er að fá fullnægingu með hálfstífan eða jafnvel slappan lim.
 • Það þarf því ekki að kenna karlmönnum að ná fullnægingu með sjálfsfróun.
 • Konum reynist aftur á móti ekki alltaf eins auðvelt og körlum að fá fullnægingu við kynferðislega örvun.
 • Hvernig sem á því stendur er sjálfsfróun ekki eins algeng hjá ungum stúlkum og konum eins og hjá körlum. Kynferðisleg vitund þeirra þroskast sennilega á annan hátt en hjá körlum. Þær hafa ekki eins augljósan aðgang að kynfærum sínum; sníp, skapabörmum og skeið.
 • Þótt flestir piltar hafi oft fengið fullnægingu áður en þeir hafa atlot eða samfarir við stúlku í fyrsta sinn er enn nokkuð um að stúlkan sé ósnortin þegar hún er með pilti í fyrsta sinn.
 • Þetta þarf ekki endilega að skipta máli. Ef til vill örvast hún strax kynferðislega og fær indælis fullnægingu í lokin. Hugsanlega nær hún ekki að fá fullnægingu, en nýtur þess samt kynferðislega. En sumar verða fyrir ansi miklum vonbrigðum í fyrsta eða fyrstu skiptin.
 • Nú til dags er ómögulegt annað en að heyra og lesa um kynlíf og fullnægingu sem eðlilegan hluta tilverunnar. Og konum sem ekki taka þátt getur fundist þær vera utangátta. Það er alger óþarfi. Konan ræður þessu sjálf.
 • Það er hagstætt ef konan nærð að þroska kynferðisvitund sína, tilfinningar, kynlíf og fullnægingu á þeim tíma sem henni hentar. Yfirleitt liggur ekkert á.
 • En ef hún er forvitin og óþreyjufull eftir að kynnast fullnægingu gæti hún þurft að gera eitthvað í málinu sjálf. Kynlíf, og ekki síst fullnægingu, fær hún ekki að gjöf frá elskanda sínum meðan hún bíður óvirk eftir því. Hún þarf sjálf að leggja sig fram.