Sinadráttur

Hvað sérðu?
Sinadráttur er það þegar vöðvi herpist ósjálfrátt saman. Honum fylgir bæði mikill sársauki og skert hreyfigeta.

Hvað gerirðu?
Reyndu eitt eða fleiri eftirtalinna ráða:
• Teygðu smá saman varlega á herpta vöðvanum.
• Reyndu að slaka á vöðvanum með því að þrýsta á hann.
• Kældu vöðvann. Það er þó ekki ráðlegt í kulda.
• Drekktu vatn með örlitlu salti í (1/4 tsk. á lítra af vatni) eða orkudrykk.

Varúð: Ekki
• Fólk með sinadrátt á ekki að taka salttöflur. Þær geta valdið magaertingu, ógleði og uppköstum.
• Nudda vöðvann. Það veldur meiri sársauka og læknar ekki sinadráttinn.

 

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands