Samtökin Heimili og skóli

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmis konar efni um foreldrastarf.

Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra.

 

Ef þú hefur áhyggjur af einhverju varðandi skólagöngu barnsins þíns getur þú leitað til skrifstofu Heimilis og skóla. Við reynum að hjálpa þér við að finna heppilega leið til að leysa málið með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þú þarft ekki að segja til nafns frekar en þú vilt.

Símanúmer okkar er 562-7475, við erum við símann kl. 9 – 12
Netfang: heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

 

Aðaláherslur í starfseminni eru þessar:

  • Að veita foreldrum / félagsmönnum stuðning og liðveislu og miðla upplýsingum til foreldra svo að þeir geti betur sinnt uppeldi barna sinna og skólagöngu þeirra.
  • Að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld og vinna að því að auka áhrif foreldra á skólastarf.
  • Að efla starf foreldrafélaga og leggja þeim lið svo að þau verði sem virkust þannig að foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu.

Þjónusta Heimilis og skóla felst einkum í eftirfarandi:

  • að veita foreldrum/félagsmönnum stuðning og liðveislu til að þeir geti axlað uppeldishlutverk sitt
  • að miðla upplýsingum til foreldra svo þeir séu betur í stakk búnir til að taka þátt í mótun skólasamfélagsins
  • að efla starf foreldrafélaga svo þau verði sem virkust og foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu
  • að efla starf foreldraráða svo þau geti veitt skólum og skólayfirvöldum virkt og uppbyggjandi aðhald
  • að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld þegar teknar eru ákvarðanir sem varða skóla- og uppeldismál
  • að standa, ein eða í samvinnu við fleiri aðila, að verkefnum og vinnu sem stuðlar að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga og bættum hag fjölskyldna
  • að undirbúa stofnun foreldrafélaga við framhaldsskóla landsins

 

Skrifstofa Heimilis og skóla er á Suðurlandsbraut 24, fjórðu hæð, og er opin frá 9:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 alla virka daga. Framkvæmdastjóri er Elín Thorarensen.

Milli kl. 9 og 12 geta foreldrar hringt í ráðgjafasíma 562 7475 til að fá upplýsingar um skóla- og uppeldismál. Heimasíðan er heimiliogskoli.is

Einnig er tekið á móti fyrirspurnum á netfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is.

Landssamtökin Heimili og skóli
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Sími 562-7475, Fax 552-2721
Kennitala: 421092-2229