Risottó með timían, lauk og grænmeti

Fyrir fjóra

Hráefni:

1/2 kg grjón (Arborio hrísgrjón frá Heilsuhúsinu)
1 líter (rúmlega) kjúklingasoð
(vatn og kjúklingakraftur)
1 laukur, smátt saxaður
50 ml matarolía
1 tsk timían
1/2 rauðlaukur smátt saxaður
1/3 smátt skorinn blaðlaukur
100 gr sveppir, skornir
salt og pipar
400 gr maukaðir tómatar
2 hvítlauksrif, smátt söxuð eða maukuð
2 msk ólívuolía
1 bolli rifinn parmasenostur

Aðferð:

Rísotto
Undirbúningstími: ca 15 mínútur

Hitið vatnið og setjið kjúklingakraftinn útí.
Svitið laukinn í olíunni og setjið grjónin og timian útí.
Soðinu er hellt smátt og smátt útí. Hrærið stöðugt í þar til grjónin eru "al dente"" (tilbúin).
Grjónin síðan sett til hliðar um stund.

Grænmetið er allt svitað vel í djúpri pönnu eða potti í ólívuolíunni. Tómatmaukið sett útí ásamt hvítlauknum. Látið krauma og kryddið með salti og pipar. Þá eru grjónin sett útí og látið malla stutta stund.

Rísottóið er formað í kringlótta köku á heitan djúpan disk.

Lítið eitt af fersku salati sett ofaná kökuna og parmasanosti stráð yfir.

Gott er að bera réttinn fram með hvítlauksbrauði.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is