Reyktur lax framreiddur á skoskan máta

Úr matreiðslubók Nýkaups, Að hætti Sigga Hall

Hráefni:

400 g reyktur lax
1-2 rauðlaukar, saxaðir
2 msk kapers
Svartur pipar úr kvörn
2 sítrónur

Aðferð:

Skerið reykta laxinn í eins þunnar og aflangar sneiðar og unnt er.

Byrjið ávallt út frá sporðendanum.

Látið laxasneiðarnar á disk og stráið hökkuðum rauðlauk, kapers og svörtum pipar yfir.

Berið fram með hálfri sítrónu sem hver og einn kreistir yfir laxinn að eigin vild.

Tilvalið er að bera fram með þessum rétti brúnt brauð, t.d. gott maltbrauð.

Aðrar uppskriftir á Doktor.is