Reyklausi dagurinn 31. maí

Nú fer í hönd tími sumarleyfa hjá þorra landsmanna, sumarleyfið er sá tími sem flestum finnst þeir eiga allt gott skilið. Sumarið er tilvalinn tími til að fara að hreyfa sig meira og jafnvel breyta matarvenjum sínum og borða léttari fæðu. Það er því ekki úr vegi að líta á sumartímann sem besta tímann til að hætta reykingum eða til að koma í veg fyrir að byrjað sé aftur að reykja eftir árangursríkt reykbindindi.

 

Það að hætta að reykja er stór ákvörðun fyrir marga. Vitanlega eru engar skyndilausnir eða kraftaverkameðferðir til en öll reynsla sýnir að gott er að fylgja eftirfarandi ráðleggingum þegar þú leggur til atlögu við sígaretturnar.

 

Byrjaðu á því að ákveða daginn sem þú ætlar að hætta að reykja. Veldu dag í náinni framtíð, helst innan tveggja vikna. Veldu ekki dag á álagstíma og reyndu að finna dag þar sem þú getur komist hjá aðstæðum sem kalla fram reykingalöngun – skrifaðu dagsetninguna niður  og hættu algjörlega að reykja frá þeim degi. Gerðu áætlun um það að hætta hugsanlega að reykja. Þeim mun betur sem þú ert undirbúin(n) tilfinningalega þeim mun meiri líkindi er til þess að verkefnið muni lánast. Búðu þig undir hvað þú munt gera þegar reykingalöngunin gerir vart við sig, ætlar þú að halda henni niðri með nikótíntyggigúmmíi, innsogslyfi, tungurótartöflu eða nefúða, eða ætlar þú að koma í veg fyrir löngunina til lengri tíma með nikótínplástri?

 

Á vefsíðu Doktor.is má finna reykingarpróf sem sýnir þér niðurstöðu um hversu háð/ur þú ert nikótíni og hvaða lyfjaform hentar þér best með tilliti til reykingavenja þinna.

 

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir reykfreistingum þínum, því sem öðru fremur vekur hjá þér löngun til reykinga. (t.d. áfengi, símtöl, kaffihlé, heimsóknir á kaffihús, taugaspenna). Þegar þú hefur áttað þig á hvað helst vekur hjá þér löngun til þess að reykja er auðveldara að standast freistingar. Gott er að skrifa hvað fékk þig til að íhuga það að hætta að reykja. Segðu eins mörgum og mögulegt er að þú ætlir eða sért hætt/ur að reykja. Taktu einn dag í einu og teldu allar sígaretturnar sem þú hefur ekki reykt. Líttu á hverja sígarettu sem þú hefur ekki reykt sem sigur og ímyndaðu þér að þú sigrir þannig hverja sígarettuna af annarri. Bættu nýrri venju við dagfar þitt og hreyfðu þig eins mikið og kostur er, þá leita sígaretturnar síður á hugann.

 

Ofangreindur texti er unninn upp úr bókinni – Nicorette reyklaus bók – en það er fræðsludagbók fyrir þá sem þurfa stuðning þegar hætta á reykingum. Því ekki að nota tækifærið á reyklausa daginn 31. maí og aðlaga sig að nýjum lífstíl án sígarettunnar?  Bókina er hægt að nálgast í öllum apótekum og getur hún reynst vel í baráttunni gegn sígarettunni.

Fleiri góðar greinar

  • Hvað er tóbak

     

  • Ráðgjöf í reykbindindi

     

  • Reykingar – góð ráð til að hætta

     

  • Reykingar – þess vegna á að hætta