Reykið minna – lítið á líka rétt á sér

Markmiðið á að vera að hætta alveg, en það er líka í lagi að reykja minna

Tóbaksreykur inniheldur meira en 400 hættuleg efni, m.a. tjöruefni. Það er þó nikótínið, sem er tiltölulega lítið hættulegt, sem er vanabindandi. Reynslan hefur sýnt, að það er óheyrilega erfitt að skera niður reykingarnar, án þess að lenda í því að vera fljótlega kominn upp í sömu neyslu aftur. Eftir að nikótínplástrar, -tyggigúmmí, -úði og -púst hafa komið á markaðinn, gæti orðið breyting þar á, og þetta komið í stað hins vanabindandi nikótíns og þar með gert fólki kleift að minnka reykingarnar. Þó er hætt við því að líkaminn venjist smátt og smátt á meira nikótín – (ef ekki er fylgst vel með neyslunni). Takmarkið á því alltaf að vera að hætta alveg, en það er líka í lagi að reykja minna og gæti verið kveikjan að því að láta af reykingunum.

Hvers vegna er svona erfitt að draga úr reykingum

Tóbakið er bæði líkamlega og andlega vanabindandi.

Líkamleg ánetjun er vegna nikótínsins í reyknum. Ánetjunin veldur reunverulegum fráhvarfseinkennum, ef þú minnkar neysluna eða hættir alveg. Fráhvarfseinkennin lýsa sér í:

 • reykingaþörf
 • pirringi
 • eirðarleysi
 • einbeitingarörðugleikum
 • óþolinmæði
 • svitakófi
 • höfuðverk
 • svengd

Andleg ánetjun þýðir, að reykingarnar eru hluti af þínu daglega lífi. Ef þú vilt skera niður eða hætta, verðurðu að breyta háttum þínum.

 • Það er áríðandi að hafa eitthvað annað fyrir stafni á þeim tímum dags, þegar vaninn var að reykja.
 • Það er mikilvægt að ljóst sé, hvers vegna vilji er fyrir því að minnka reykingarnar eða hætta. Skrifið niður ástæðurnar – þú er hægt að grípa til þeirra ef á þarf að halda.
 • Veljið tímasetningu til að hætta – og standið við hana.

Hvers vegna að draga úr reykingum?

Margir sjúkdómar eru afleiðingar tóbaksreykinga. Reykingalungu, krabbamein, æðakölkun og vandamál á meðgöngu. Áhættan gagnvart öllum þessum sjúkdómum eykst í beinu hlutfalli við tóbaksreykingar.

 • Lungnateppa (langvarandi berkjubólga (krónískur bronkítis), lungnaþemba og COPD).
  Sjúkdómurinn lýsir sér fyrst og fremst með hósta og slímhráka. Hann stigmagnast og kemur fram því að smátt og smátt dregur úr starfsemi lungnanna. Dæmigert er að sjúkdómurinn geri vart við sig á aldursbilinu 35 til 45 ára. Þegar dregur úr lungnastarfsemi þjáist sjúklingurinn af mæði, og spítalalegum fjölgar vegna bráðatilfella er sjúkdómurinn sækir í sig veðrið. Fjöldi manns deyr árlega hér á landi af völdum reykinga.
 • Krabbamein
  Reykingafólk á þá mun frekar á hættu að fá krabbamein en aðrir. Þetta á sérstaklega við um þær tegundir krabbameins sem eru nær eingöngu bundnar við reykingafólk. Svo sem ungnakrabbamein, krabbamein í hálsi og krabbamein í munnholi. En einnig eru önnur krabbamein algengari meðal reykingafólks en reyklausra og má þar nefna hálskrabbamein, krabbamein í vélinda, nýrum, milta, leghálsi og þvagblöðru. Þegar hætt er að reykja, líða 15 ár, áður en hættan á lungnakrabbameini er orðin álíka lág og hjá reyklausum.
 • Æðakölkun
  Æðakölkun er nátengd reykingum. Æðakölkun við hjartað, sem veldur einkennum, og getur valdið blóðtappa, er mun algengari hjá þeim sem reykja og 9 af hverjum 10, sem fara í hjartaæðaaðgerð (by-pass) eru reykingafólk. Æðakölkun í heila, sem getur valdið lömun, er algengust meðal reykingafólks. Æðakölkun í fótum, sem getur haft í för með sér drep og aflimun, er algengust meðal reykingafólks. Ef reykingar eru lagðar af, aukast lífslíkurnar verulega. (Sænsk rannsókn hefur sýnt fram á að þeir, sem hafa æðakölkun í fótum, auka lífslíkur sínar úr u.þ.b. 5% upp í u.þ.b. 40%, á 10 árum, með því einu að hætta að reykja).
 • Þungun
  Líkurnar á að verða barnshafandi lækka umtalsvert við reykingar.
  Reykingar hafa áhrif á fóstrið og lækka fæðingarþyngd. Sennilega vegna þess að barnið fær minna súrefni, alla meðgönguna, en ef móðirin reykir ekki.
  Eftir fæðingu er barninu mun hættara við veikindum. Börn foreldra, sem reykja eru líklegri til að fá eyrnabólgu og astmakennda berkjubólgu (bronkítis).

  Sjálfspróf: Könnun á tóbaksfíkn