Pantótensýra

Almennt um pantótensýru (B5-vítamín)

Nafnið pantótensýra (B5 vítamín) er komið af gríska orðinu pantos sem þýðir „alls staðar“. Enda má finna pantótensýru í næstum því öllu lifandi efni. Pantótensýra er vatnsuppleysanlegt vítamín. Það er nýtt í kolvetnis- og fitubúskap frumnanna. Í B5 vítamíni er einnig molýbden.

Hvaða fæði inniheldur

pantótensýru? Pantótensýra er í flestöllum matvælum en helst í mjólk, eggjum, lifur og belgávöxtum.

Mest af vítamíninu eyðist við:

  • niðursuðu
  • steikingu
  • geymslu
  • áfengisdrykkju
  • of mikið ljós

Hvernig nýtir líkaminn pantótensýru?

Pantótensýra gegnir afskaplega viðamiklu hlutverki við efnaskiptin. Hún er hluti af Coensími A sem er nauðsynlegt til brennslu á fitu, próteini og kolvetnum svo úr verði orka.

Efnið er líka mikilvægur þáttur í myndun asetýlkólíns – en það er mikilvægt boðefni í miðtaugakerfinu.

Vítamínið á líka þátt í að búa til nýrnahettubarkarhormón, gallsýru, kólesteról og kynhormóna.

Hvað má taka mikið af pantótensýru?

Ráðlagður dagskammtur er um 4-7 mg. Ekki er vitað hve eiginleg þörf er mikil. En þar sem vítamínið er í flestum matvælum er nær ógerningur að verða fyrir pantótensýruskorti.

Hins vegar getur allt að helmingur efnisins farið forgörðum við matseld.

Hvernig lýsir pantótensýruskortur sér?

Pantótensýruskorts verður nær aldrei vart, aðeins ef um er að ræða mikinn sult eða við neyslu tilbúins matar án pantótensýru. Skortur getur leitt til magnleysis, höfuðverkjar og niðurgangs.

Hvernig lýsir of mikil pantótensýra sér?

Neysla of stórra skammta af pantótensýru getur valdið niðurgangi.