Ótímabært sáðlát – rofin tækni


Hvað er ótímabært sáðlát?

 • Þegar karlmaður örvast kynferðislega – beint eða óbeint – rís honum yfirleitt hold. Áframhaldandi örvun limsins leiðir fyrr eða síðar til fullnægingar.
 • Sumir karlar fá fullnægingu mjög hratt. Þar sem limurinn linast að hluta til eða alveg þegar fullnægingu er náð getur það valdið vandræðum í kynlífinu, ef makinn þarf lengri tíma til að ná fullnægingu sinni.
 • Ef ótímabært sáðlát er langvarandi vandamál og ef það skaðar samlífið, ætti að reyna að bæta úr því, í samvinnu við makann.
 • Skynsamlegt er að ræða þetta við lækni sem ef til vill vísar til samlífsráðgjafa. Þetta er sameiginlegt vandamál beggja einstaklinga og á að leysa í sameiningu. Karlmaðurinn getur ekki gert það einsamall.

Hvernig á að ráða bót á ótímabæru sáðláti?

 • Meðferðin er yfirleitt margþætt. Í því samhengi er bent á kaflann Holl ráð: Skynæfingar.
 • Að þvi loknu, mætti reyna að fá bót á málina með svokallaðri rofinni tækni.

Hvað felst í rofinni tækni?

 • Karlmaðurinn, liggur nakinn á bakinu og slakar á. Ástkona hans situr eða liggur nakinn við hlið hans, eða situr milli fóta hans. Hann er óvirkur, en hún virk.
 • Hún gælir við hann þannig að limurinn rís. Hann einbeitir sér að gælum hennar og þeim kenndum og kynferðislegri spennu, sem þær vekja.
 • Þegar hann finnur aukna kynferðislega örvun og nálgast fullnægingu, segir hann til.
 • Hún hættir þá strax gælunum og kynferðislegri spennu lægir um sinn. Limurinn linast ef til vill aðeins og hann veit að fullnægingin verður síðar.
 • Þá byrjar hún gælurnar aftur, þar til hann lætur hana hætta. Þannig er farið að þrisvar sinnum. Í fjórða sinn heldur hún áfram þangað til hann fær fullnægingu.
 • Þetta er það sem kallast rofin tækni.

Hve oft á að endurtaka æfinguna?

 • Æfinguna skal endurtaka eins oft og vill og tækifæri er til. Ekki má gleyma að karlinn á að vera óvirkur allan tímann, en aðeins hún virk. Karlinn má ekki stelast til að gæla við hana eða hafa samfarir ekki einu sinni þótt bæði langi til þess.
 • Ef hún hefur þörf fyrir að losa kynferðislega spennu meðan á æfingunni stendur verður hún að bjarga því við sjálf án hjálpar hans.
 • Hann þarf nefnilega á allri sinni einbeitingu að halda til að leysa úr vanda sínum án þess að þurfa að standa sig að öðru leyti kynferðislega.

Hvenær ertu reiðubúinn til kynmaka?

 • Menn læra nokkuð fljótt að ná betri stjórn á fullnægingunni. Æ lengri tími líður þar til þarf að hætta. Þá fyrst er kominn tími til nánari atlota.
 • Notast má við vatnsleysanlegt krem, handáburð eða olíu, til dæmis möndluolíu, sem smurefni. Einnig má nota munnvatn eða slím frá kynfærum konunnar.
 • Allir ná tökum á þessu að lokum. Þá er kominn tími til að láta reyna á raunverulegar samfarir. Þá liggur karlmaðurinn enn sem fyrr á bakinu og konan sest hægt og varlega ofan á hann.
 • Þegar karlinn finnur að hann getur aftur haft hemil á fullnægingunni hreyfir konan sig varlega upp og niður þangað til hann biður hana að hætta. Haldið er áfram þegar hann er tibúinn aftur og er þetta endurtekið þrisvar. Í fjórða sinn haldið þið áfram þangað til karlinn fær fullnægingu.
 • Ef konan vill, er ágætt að hún fái fullnægingu fyrir eða eftir samfarirnar. En á meðan á samförunum stendur snýst allt um kenndir karlmannsins og fullnægingu.

Stunda má þessa rofnu tækni sem hluta af meðhöndlun hjá samlífsráðgjafa. Með því næst yfirleitt bestur árangur.