Öndunarerfiðleikar

Hvað sérðu?
· Einstaklingurinn á erfitt með að anda er móður og hóstar. Alvarleg einkenni eru bláleit húð og erfiðleikar við að ljúka heilum setningum án þess að taka öndunarhlé.

Hvað gerirðu?
· Tryggðu kyrrð og ró.
· Aðstoðaðu einstaklinginn við að taka astmalyf, hafi þeim verið ávísað af lækni.
· Hagræddu viðkomandi þannig að hann eigi auðvelt með að anda.
· Leitaðu læknishjálpar ef lyfið hrífur ekki eða öndunarerfiðleikarnir verða alvarlegir.

 

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.
Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands