Ofnsteikt kjúklingabringa með villisveppasafa og ítölsku tómatsalati


Hráefni:

Fjórar stórar kjúklingabringur
400 gr blandaðir ferskir villisveppir
200 gr seljurót
200 gr gulrætur
6 dl kjúklingasoð (eða vatn og kraftur)
Salt og nýmulinn svartur pipar
3 msk olífuolía
maizenamjöl

Aðferð:

Brúnið kjúklingabringurnar á pönnu og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Steikið í ca. 20 – 25 mínútur í 160°C heitum ofni (fer eftir stærð).
Þrífið og saxið villisveppina.
Skerið seljurót og gulrætur í teninga.
Steikið seljurótina ásamt gulrótunum á pönnu í 2-3 mín og bætið þá villisveppunum saman. Steikið í 2-3 mínútur í viðbót. Kjúklingasoði er bætt útí og allt soðið saman í ca 3 mínútur. Þykkið með maisenamjöli. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar.

Ítalskt tómatsalat

6 stk tómatar
1 stk rauðlaukur
20 teningar fetaostur
2 msk ólívuolía
1 msk balsamikedik

Aðferð:

Skerið tómatana í sneiðar og raðið þeim á disk. Rauðlaukur er saxaður smátt og stráð yfir tómatana. Fetaostur er „klipinn“ yfir. Blandið saman olívuolíunni og balsamikedikinu og hellið yfir tómatana. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is