Ofnbakaður graskers- og linsuréttur með kartöflusalati


Grasker:

3 dl linsubaunir, grænar eða brúnar (hafðar í bleyti yfir nótt og svo soðnar í ca. 30 mín)
1 st. (750 gr) Butternut grasker (skrælt, fræhreinsað og skorið í ca. eins sm teninga)
¼ tsk grófmalaður svartur pipar
3 msk grænmetisolía
1 stk laukur fínt skorinn
1-2 hvítlauksrif fínt söxuð
400 ml niðursoðnir tómatar
1 stk lárviðarlauf
2 greinar af timían
salt

Aðferð:

Svitið lauk, hvítlauk og pipar í olíunni. Aðferð:

Safinn af tómötunum er settur saman við og tómatarnir svo skornir út í. Þá er sett út í lárviðarlauf, timjan og baunir. Saltað eftir smekk og soðið í 5 mín.
Þessu er svo blandað við graskerið og bakað í opnu eldföstu formi við 180-200ºC í 15-20 mín.

Kartöflusalat:

4 bökunarkartöflur (soðnar, flysjaðar og skornar í teninga)
1 dl gænar ólífur (skornar í sneiðar)
1 dl sólþurrkaðir tómatar (skornir í strimla)
2-3 hvítlauksrif (fínt söxuð)
½ rauðlaukur (saxaður)
1 msk söxuð steinselja
¼ dl ólífuolía
1-2 tómatar (vel rauðir í teningum)
salt og grófmalaður svartur pipar

Aðferð:

Öllu blandað saman og látið jafna sig í kæli í a.m.k. 2 klst fyrir framreiðslu

Meðlæti:

Með þessum rétti er gott að bera fram soðin híðishrísgrjón og salat.

Rétturinn er einnig góður sem meðlæti með fisk- og kjötréttum.

Á næstu grösum, er grænmetisveitingastaður þar sem einungis er matreitt úr náttúrulegum afurðum og hollustan höfð í fyrirrúmi.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is