Ofkæling – Væg

Ef líkaminn nær ekki að framleiða hita jafnhratt og hann tapast getur einstaklingur ofkælst. Við væga ofkælingu fellur líkamshitinn niður fyrir 35°C en fari hann niður fyrir 32°C telst ofkælingin alvarleg.

Hvað sérðu?
· Skjálfti, sljóvguð meðvitund og skert viðbrögð eru fyrstu einkenni ofkælingar.
· Einstaklingurinn er ruglaður, pirraður og önugur.
· Minnið getur orðið gloppótt.
· Húðin er köld viðkomu og líkamshitinn 32-35°C.
· Óstöðugt göngulag og stirðir útlimir.

Hvað gerirðu?
· Reyndu að meta líkamshita einstaklingsins, með því að leggja handabakið við beran kvið hans. Ef kviðurinn er kaldari en handabakið er líklega um ofkælingu að ræða.
· Forðaðu viðkomandi úr kuldanum, skiptu blautum fatnaði út fyrir þurran.
· Gefðu þeim ofkælda eitthvað orkuríkt að drekka.
· Reyndu að hita hann upp með þínum eigin líkamsvarma eða hitapökkum.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands.