Ofkæling – Alvarleg

Ef  líkaminn nær ekki að framleiða hita jafnhratt og hann tapast getur einstaklingur ofkælst. Við væga ofkælingu fellur líkamshitinn niður fyrir 35°C en fari hann niður fyrir 32°C telst ofkælingin alvarleg.

Hvað sérðu?
· Enginn skjálfti.
· Húðin er ísköld viðkomu og bláleit og líkamshitinn er kominn niður fyrir 32°C.
· Hægur hjartsláttur og öndun.
· Útvíkkuð sjáöldur.
· Meðvitundarleysi.
 
Hvað gerirðu?
· Hringdu í 112.
· Meðhöndlaðu þann ofkælda varlega, ef það þarf að flytja viðkomandi á milli staða þarf hann að vera í láréttri stöðu.
· Forðaðu viðkomandi úr kuldanum.
· Fylgjast með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands