Offita – ertu epla- eða perulaga?

 

Hvers kyns er offita?

Það getur skipt máli hversu hættuleg offitan er. Það skiptir sköpum hvar fitan situr. Það er mun hættulegra ef hún hleðst á kviðinn og brjóstkassann, heldur en ef hún situr á lærum og rassi. Því ofar, sem fitan liggur þeim mun meiri hætta er á hjartasjúkdómum og sykursýki.

Líkja má þessari fitudreifingu við epli eða peru. Ef haldið er um stilkinn er peran þykkust að neðan en eplið um miðjuna. Þeir sem eru eplalaga og feitastir um miðjuna ættu að grípa til aðgerða gegn fitunni. Perulaga fólk er ekki í eins mikilli hættu en þó er ætíð til góðs fyrir heilsuna að léttast.

Staðan könnuð

Hægt er að slá inn mittis- og mjaðmamál kannaðu hvort þú sért epla- eða perulaga deildu mittismáli með mjaðmarmáli

Hvað er æskilegt hlutfall

  • Fyrir konur er ekki æskilegt að vægið sé yfir 0,80.
  • Fyrir karla er ekki æskilegt að vægið sé yfir 1,00.

Hvað er hægt að taka til bragðs ef vægið sé of hátt?

Ef vægið er of hátt ætti að minnka fituforðann til að létta líffærunum lífið og minnka líkurnar á fitutengdum sjúkdómum þegar fram í sækir.

Það er eðlilegt að þyngjast aðeins á fullorðinsaldri. Eitt eða tvö kíló á tíu ára tímabili er eðlilegt. Síðan fer það eftir því, hvar á þér kílóin eru, hversu hættuleg þau muni reynast:

Eplalaga fólkið er með hjólbarða um miðjuna eða belgmikla vömb og fitan eykst utan á mikilvæg líffæri. Þá er meiri hætta á sykursýki, hjartasjúkdóma og krabbamein. Þegar fitan liggur þar er aukin hætta á, að fitan leiti inn í æðakerfið og stífli æðar og afleiðingin gæti orðið styttri ævi!

Ef fitan „sígur niður” í læri og rass er ekki eins mikil hætta á ferðum. Fitan liggur þá fjær líffærunum og á ekki eins greiða leið inn í æðakerfið.