Nýr valkostur í heilbrigðisþjónustu

 

 Í boði eru tveir valkostir B og A

 

 

 

B.Heimaþjónusta/hjúkrun

 

Valkostur B felur í sér heimaþjónustu/hjúkrun sem sniðin er að þínum þörfum.

 

Ítrekað skal að hjúkrunarfræðingur InPro tryggir að þú hafir fulla vitneskju um hvaða þjónustu þú átt rétt á frá ríki og sveitarfélagi og bendir þér á leiðir til að sækja hana áður en þú tekur ákvörðun um að nýta þér heimaþjónustu InPro. Ef þú hins vegar færð ekki þjónustu hjá ríki og sveitarfélagi sem er við þitt hæfi getur þú leitað beint eftir heimaþjónustu InPro.

 

Heimaþjónusta InPro er hugsuð fyrst og fremst sem einstaklingsmiðuð þjónusta. Í boði er allt frá daglegri hjúkrunarþjónustu (t.d. aðstoð við lyfjagjöf, bað, sáraskipti o.fl.) til ósértækrar aðstoðar t.d. einu sinni í viku (matarinnkaup, þrif, hárlagning, útivist).

 

Möguleikarnir eru í raun endalausir og allt eftir því hvað hentar þér og þínum. Einnig er í boði tímabundin aukning á þjónustunni ef veikindi koma upp eða bara tímabundin þjónusta ef t.d. aðstandendur fara í frí.

 

Nánar um hvað er í boði?

 

–   Heilsufarseftirlit (eftirlit með lyfjagjöf, læknisferðum, húð o.s.frv.) Felur í sér eftirlit með heilsu, eftirlit með þörf fyrir læknisþjónustu, tímapantanir hjá lækni, umsjón ferða til læknis, eftirlit með lyfjum og lyfjainntekt og/eða sáraskiptingum/umhirðu húðar.

 

–   Aðstoð við bað og persónulegt hreinlæti.

 

–   Félagsleg aðstoð, t.d. innlit, félagsskapur,þvottur, innkaup, þrif, lagning o.s.frv

 

 

 

A. Stöðumat, hvað felst í því?

 

Tvær heimsóknir hjúkrunarfræðings heim til þín.

 

 

Fyrri heimsókn:

 

Hjúkrunarfræðingur InPro kemur og sest niður með þér og fjölskyldu þinni. Farið er í gegnum heilsufarssögu þína frá upphafi og tekið saman allar þær upplýsingar sem því tengjast s.s. lyfjamál, læknisþjónusta, heimilsaðstæður. Síðan er farið í gegnum hvað er í boði í stöðunni og þér bent réttar boðleiðir. Hjúkrunarfræðingur útbýr síðan einstaklingsmiðaða upplýsingamöppu handa þér með öllum upplýsingum á einum stað, t.d. um lyfjainntöku, tíma hjá lækni og upplýsingar um hvert þú átt að leita í heilbriðiskerfinu.

 

Seinni heimsóknin:

 

Hjúkrunarfræðingur kemur heim til þín og fer yfir möppuna þína. Í framhaldi af því er ákveðið hvort þú hefur áhuga á eða þarft á frekari þjónustu að halda frá InPro. Stöðumatið bindur þig ekki við að kaupa meiri þjónustu heldur hjálpar þér að átta þig á stöðunni og fara þær leiðir sem bestar eru. Allar upplýsingar verða á einum stað, í möppu sem þú getur svo tekið með þér og lagt fram, hjá læknum, á spítölum o.s.frv. Þessi þjónusta er í boði fyrir alla, líka þá sem ekki hafa í huga að nýta sér heimaþjónustu InPro.