Nikótíntyggjó

Hagnýtar upplýsingar um lyfjatyggigúmmí.

Rétt tuggið = 80% nýting
Þegar lyfjatyggigúmmí er tuggið rétt fer 80% af nikótíninu í gegnum slímhúðina í munninum, út í blóðið og áfram til heilans, þar sem nikótínið dregur úr fráhvarfseinkennum.

Rangt tuggið = 20% nýting
Ef ekki er tuggið rétt (of hratt) fer  80% af nikótíninu beint niður í maga þar sem það brotnar niður, frásogast ekki og hefur því engin áhrif á fráhvarfseinkennin.

Mikilvægt er að lyfjatyggigúmmíið sé tuggið rétt, með því móti losnar nikótínið  í réttu magni og hefur þau áhrif sem til er ætlast.

Lyfjatyggigúmmí skal tyggja eftir „Tyggja – Hvíla – Tyggja“ aðferðinni.

  1. Tyggið hægt 10-15 sinnum, þar til bragðið verður sterkt.  Hið sterka bragð gefur til kynna að nikótín sé að losna úr lyfjatyggigúmmíinu og það venst fljótt.
  2. Látið lyfjatyggigúmmíið hvíla undir tungunni eða við kinn þar til bragðið dofnar (nú berst nikótín út í blóðrásina).
  3. Tyggið aftur hægt 10-15 sinnum, þar til bragðið verður aftur sterkt.   Endurtakið það sem að ofan greinir þar til allt nikótín hefur verið tuggið úr. Það tekur um hálfa klst.

Betri verkun næst ef ekkert er drukkið á meðan tuggið er.

Athugið! Næstum öll lyf frásogast úr maga/þörmum. Nikótín frásogast hinsvegar í gegnum slímhúð í munni eða nefi (ef um nefúðalyf  er að ræða) eða í gegnum húð þegar plástur er notaður. Í maga/þörmum brotnar nikótínið  hins vegar niður og hefur því engin áhrif á fráhvarfseinkenni.