Niðurgangsfæði

Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum stafa oftast af veirusýkingum sem ganga yfir á 3-12 dögum, án lyfjameðferðar. Með réttu mataræði má hins vegar oft stytta sjúkdómsgang.

  • Sleppa kúamjólk fyrstu 12 klst.  Brjóstabörn og þurrmjólkurbörn mega halda áfram venjul.fæði.
  • Ef einnig uppköst, gefa þá lítið vökvamagn í einu, t.d. úr 10 ml sprautu, á 5-10 mín fresti

Gefa 15-20 ml fyrir hvert kg líkamsþunga á hverri klst, næstu 4 klst.
Byrja með Semper salt/sykur duft (fæst í apótekinu).
Innihald eins poka ( 5,5g) leyst upp í 250 ml af vatni. ( má bragðbæta með 2-3 matsk. af sólberjaþykkni eða 125ml af Gatorade orkudrykk ).
Ath. að barn, sem neitar þessari lausn, er yfirleitt ekki farið að þorna upp.

Fyrir börn 3 ára og eldri eru einnig til Semper freyðitöflur með appelsínubragði. (1 tafla leyst upp í 120 ml af vatni).

———-

1.   Fljótlega, yfirleitt innan 6 klst. frá vökvun, má fara að gefa:
LGG mjólk, AB mjólk, yogurt, hrísmjölsgrauta (t.d. Semper),  banana, eplamauk, gulrótarmauk, ristað brauð, kartöflur, fisk, magurt kjöt, brauð og drekka með vatn, sojamjólk, þurrmjólk og/eða léttmjólk.

2.   Forðast: eplasafa, appelsínusafa, svala,  kók og aðra gosdrykki, og flesta orkudrykki, nema 75% þynnt Gatorade, vegna hás sykurinnihalds og osmólar þéttni, sem   getur aukið á niðurganginn. Sömuleiðis er rétt að varast kjötseyði vegna mikils saltinnihalds.

3.   Þegar bætt hefur verið úr áunnu vökvatapi, yfirleitt á 2. degi, má byrja  með venjulegt fæði fyrir aldur, ( þar með kúamjólk), en sleppa þó áfram ávaxtasöfum og gosi. 

————

Hafið samband við lækni, ef:

  • Barnið er óeðlilega syfjað, slappt, eða ergilegt
  • Uppköst oftar en 5 sinnum, eða niðurgangur oftar en 10 sinnum á sólarhr.
  • Þvaglát sjaldnar en 2svar á sólarhring
  • Niðurgangurinn stendur lengur en 1 viku
  • Blóð í saur

(Byggt á tillögum bandarísku barnalæknasamtakanna, AAP.)