Námskeið – Beinþynning

Föstudaginn 15. febrúar n.k. verður haldið námskeið um beinþynningu á vegum Endurmenntunarstofnunar H.Í. undir yfirskriftinni Beinþynning: Frá beinþéttni og byltum til beinbrota og stendur námskeiðið yfir frá kl. 9:00 til 16:00. Umsjónamaður námskeiðsins er Aðalsteinn Guðmundsson lækningaforstjóri á Hrafnistu og öldrunarlæknir á LSH.

Markmið námskeiðisins er að námskeiði loknu munu þátttakendur:
1. Þekkja algengi og afleiðingar beinþynningar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið.
2. Geta lýst helstu greiningaraðferðum og viðeigandi meðferð á algengari formum beinþynningar.
3. Þekkja mikilvægi næringar og hreyfingar fyrir beinheilsu á ólíkum æviskeiðum.
4. Þekkja forvarnir og meðferð við beinþynningu af völdum barkstera.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
09:00 Inngangur. Markmiðalýsing. Aðalsteinn Guðmundsson
09:10 Beinþynning sem heilsufarsvandamál: Mat á beinþynningu. Prófessor Gunnar Sigurðsson, sérfr. í lyflækningum og innkirtlasjúkdómum á LSH.
09:45 Hlutverk Heilsugæslunnar. Hildur Thors, heilsugæslulæknir á Selfossi.
10:10 Kaffi.
10:30 Áhrif á lífsgæði. Efling og viðhald heilbrigðis. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri Heilsueflingar hjá Landlæknisembættinu.
11:00 Áhrif næringar á beinheilsu og beinþynningar hjá öldruðum.
11:30 Eru karlar brothættir? Meingerð, greining og meðferð hjá körlum. Aðalsteinn Guðmundsson lækningaforstjóri á Hrafnistu og öldrunarlæknir á LSH.
12:00 Matarhlé.
13:00 Byltur og brot. Gildi hreyfingar til viðhalds beinum, völvum og þreki. Þórunn Björnsdóttir sjúkraþjálfari á LSH.
13:30 Barksterar og beinþynning Björn Guðbjörnsson dósent, sérfræðingur í lyf- og gigtlækningum á LSH
14:00 Meðferðarúrræði við beinþynningu. Hver er framtíðin? Ólafur Skúli Indriðason sérfræðingu á nýrnadeild LSH.
14:30 Kaffi
14:55 Vinnuhópar: Farið yfir tilfelli o.fl.
15:50 Samantekt. Aðalsteinn Guðmundsson.