Næringarráðgjafar

Heiti fagfélags/stjórnar:

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ)

Tengiliður:

Jónína Þ. Stefánsdóttir, formaður
Pósthólf MNÍ 8941, 128 Reykjavík
Sími 863 6681

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN)

Tengiliður:

Sigurður Einarsson, formaður,
Pósthólf SHMN 8389, 128, Reykjavík
Sími 861 2713

Starfssvið (hlutverk):

Næringarráðgjöf snýst um ráðgjöf og aðferðir sem miða að því að fyrirbyggja sjúkdóma. Næringarráðgjöf sækir þekkingu í sjúkdómafræði og hefur frá upphafi lagt áherslu á tengsl við sálar- og samfélagsfræði. Næringarfræði og ráðgjöf nýtast mörgum starfsstéttum, nefna má matvælafræðinga og heilbrigðisstéttir.

Næringarráðgjafar starfa aðallega á sjúkrastofnunum við fæðismeðferð sjúklinga og nýlega hófu þeir störf við stjórnun og skipulag eldhúsa sjúkrastofnana.

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Heilbrigðisráðuneytið veitir löggildingu starfsréttinda.

Menntun:

Háskólapróf, B.S.próf, M.S., Dr. frá Háskóla Íslands eða erlendum háskólum.