Næringarfræðingar

Heiti fagfélags/stjórnar:

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ)

Tengiliður:

Jónína Þ. Stefánsdóttir, formaður
Pósthólf MNÍ 8941, 128 Reykjavík
Sími 863 6681

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN)

Tengiliður:

Sigurður Einarsson, formaður,
Pósthólf SHMN 8389, 128, Reykjavík
Sími 861 2713

Starfssvið (hlutverk):

Næringarfræði fjallar um samband næringar og líkamsstarfsemi og tengsl mataræðis og heilsu. Fræðigreinin er sjálfstæð, hagnýt náttúruvísindagrein og er markmiðið með rannsóknum innan greinarinnar að auka þekkingu á gildi mataræðis fyrir góða heilsu. Næringarfræðin tengist lífefnafræði og lífeðlisfræði og sækir þekkingu í þessar greinar. Næringarfræðin sækir einnig þekkingu í matvælafræði og nýtir sér reynslu matargerðarlistarinnar.

Næringarfræðingar stunda kennslu á háskólastigi og í framhaldsskólum. Þeir vinna við stjórnun og skipulag kannana á mataræði, almenningsfræðslu, ráðgjöf á heilsuræktarstöðvum, matvælaeftirlit og löggjöf.

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Heilbrigðisráðuneytið veitir löggildingu starfsréttinda.

Menntun:

Háskólapróf, B.S.próf, M.S., Dr. frá erlendum háskólum. M.S., Dr. frá Háskóla Íslands