Mormónar

Þessi síða er hluti af rtinu Menningarheimar mætast

Áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar

Mormónar

Mormons

Upphaf trúarsamfélags mormóna, eða öðru nafni, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, má rekja til þess að manni að nafni Joseph Smith birtist sýn þar sem Guð og Jesú Kristur kölluðu hann til að endurreisa hina sönnu kirkju, sem hann síðan stofnaði í Bandaríkjunum 1830. Mormónar byggja kenningar sínar á biblíunni og eigin helgiritum svo sem Mormónsbók.

Heildarútbreiðsla mormónakirkjunnar er um það bil ellefu milljónir manna, en hér á landi telur söfnuðurinn um 200 manns.

Helgisiðir

Mormónar meðtaka heilagt sakramenti (brauð og vatn) á hverjum sunnudegi. Sjúkum mormóna er gjarnan veitt smurning, handayfirlagning og blessun bæði áður en hann leggst inn á sjúkrahús og meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og sjá öldungar safnaðarins um það.

Mormónar nota engin trúartákn.

Lífshættir

Lagt er upp úr heilsusamlegu líferni, fjölbreyttu og hollu matarræði.

Fæðuvenjur
Mormónar borða kjöt en hvetja sérstaklega til neyslu ávaxta og kornmetis. Mormónar neyta ekki kaffis eða tes.

Föstur
Mormónar fasta venjulega í sólarhring, fyrsta sunnudag hvers mánaðar, en það fer þó eftir aðstæðum hvers og eins.

Hreinlæti
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að hreinlæti.

Hreyfing
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að hreyfingu.

Áfengi og aðrir vímugjafar
Mormónar eru bindindismenn á áfengi.

Reykingar
Mormónar eru bindindismenn á tóbak.

Viðhorf til fjölskyldunnar

Mormónar leggja mikið upp úr góðu sambandi hjóna, barna og foreldra. Fjölskyldan endurspeglar kenningar safnaðarins og fjölskyldubönd halda út yfir dauða, það er í eilífðinni.

Viðhorf til sjúkdóma og meðferðar

Mormónar þiggja hefðbundna læknisþjónustu.

Orsakir sjúkdóma
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að orsökum sjúkdóma.

Getnaðarvarnir
Notkun getnaðarvarna er háð ákvörðun einstaklingsins.

Fóstureyðingar
Mormónar eru á móti fóstureyðingum nema líf móðurinnar sé í hættu og/eða að getnaður hafi átt sér stað við nauðgun.

Meðganga
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að meðgöngu.

Líffæraflutningar
Ekki er andstaða við líffæraflutninga svo fremi að það sé að vilja sjúklingsins og/eða aðstandenda hans.

Verkjameðferð
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að verkjameðferð.

Blóðgjafir
Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að blóðgjöf.

Krufningar
Trúarsamfélagið er ekki á móti krufningu, sé hún álitin nauðsynleg og að samþykki aðstandenda liggi fyrir. Öll líffæri eiga að fylgja líkamanum til greftrunar eftir krufningu.

Snerting

Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að snertingu.

Samskipti

Ekkert sérstakt hefur komið fram í gögnum eða viðræðum við mormóna sem lýtur að samskiptum.

Umönnun sjúkra og deyjandi

Ekki er óskað eftir öðru en hefðbundinni meðferð og umönnun sjúkra og deyjandi. Mormónar telja þó mikilvægt að skapa næði fyrir sjúklinginn svo hann geti beðið eða lesið helga texta, hafi hann vilja og getu til. Ef sjúklingurinn og aðstandendur óska, vitjar forstöðumaður eða öldungar safnaðarins hins sjúka honum til styrktar og blessunar svo og til að aðstoða og styðja við fjölskylduna í veikindunum og við andlát.

Margir mormónar kjósa að klæðast sérstökum undirfötum, svokölluðum musterisklæðum.

Mormónar trúa á eilíft líf. Viðhorf til dauðans mótast af þeirri hugsun að þegar hann er óumflýjanlegur er litið á hann sem blessun, þar sem hann er eðlilegur hluti lífsins.

Aðhlynning eftir andlát er hefðbundin. Í einstaka tilfellum getur verið að meðlimir trúarsamfélagsins eða aðstandendur óski eftir að fá að taka þátt í aðhlynningunni.

Umhverfi

Mormónar nota engin trúartákn.

Útför og greftrun

Útför er framkvæmd af forstöðumanni safnaðarins og fer fram samkvæmt hefðum mormóna og hafa aðstandendur og trúarsamfélagið samráð um það. Mormónar þiggja þjónustu útfararstofa.

Lík eru frekar grafin en brennd.

Birt með góðfúslegu leyfi Landl&a elig;knisembættisins, Landspítala-háskólasjúkrahúss og höfunda