Mígreni


Hvað er mígreni?

Mígreni er höfuðverkur sem kemur í köstum og lýsir sér oft í æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst. Fólk þolir illa skæra birtu og hljóð og leitar gjarnan skjóls í hljóðlátum og rökkvuðum herbergjum.
Mígreniköst standa yfir í 12-24 klukkustundir.
Orsakir mígreni eru ekki þekktar en þó er vitað að æðar í heila víkka og þrengjast á víxl meðan á kastinu stendur. Sennilega er það sú hreyfing sem veldur sársauka.

Er mígreni arfgengur sjúkdómur?

Mígreni liggur oft í ættum en ekki hefur verið sýnt fram á að sjúkdómurinn erfist.

Hvað getur valdið mígrenikasti?

Flestir mígrenisjúklingar kannast við að neysla vissra fæðutegunda, til
dæmis ostar og lakkrís, getur orsakað mígrenikast. Það er þó mjög
einstaklingsbundið hvað það er sem setur kastið af stað. Sumar konur fá oft mígrenikast rétt áður en blæðingar hefjast.

Hvað er til ráða?

Mígrenisjúklingar geta forðast þekkta áhrifavalda á borð við reykingar, áfengisneyslu, of lítinn svefn og þær fæðutegundir sem þeir vita að geta valdið köstunum.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Læknar geta oft sjúkdómsgreint mígreni með því að fylgjast með framvindu höfuðverkjanna. Til þess að staðfesta að um mígreni sé að ræða þurfa höfuðverkirnir að uppfylla eftirtalin skilyrði. Sjúklingur þarf að hafa fengið í það minnsta fimm verkjaköst sem:

  • Stóðu í 4-72 klukkustundir
  • Köstin höfðu í för með sér ekki færri en tvö eftirtalinna einkenna:

    1. Höfuðverkurinn einskorðaðist við annan helming heilans.
    2. Púlserandi höfuðverkur.
    3. Miðlungssterkan upp í mikinn höfuðverk.
    4. Höfuðverk sem jókst við líkamlega áreynslu.

Kastið hefur í för með sér annað tveggja eða bæði eftirtalinna einkenna:

1. Ógleði og/eða uppköst
2. Óþol gagnvart birtu og hávaða.

Lækni ber þó bæði að tala við sjúklinginn og rannsaka hann. Sé hann í vafa um sjúkdómsgreininguna getur hann vísað sjúklingi til heila- og taugasérfræðings.

Hvaða meðferð er beitt gegn mígreni?

Til að byrja með kjósa menn oftast að takast á við sjálf verkjaköstin með lyfjum sem ýmist er sprautað í æð eða neytt í töfluformi.

Lyf með staðfest áhrif á mígrenikast:

Lyf sem valda æðasamdrætti gefin við köstum sem töflur, nefúði eða stílar.

Imigran® Sumatran® Zomig®

Lyf sem valda æðasamdrætti gefin í forvarnaskyni sem töflur.

Sandomigrin®

Lyf sem valda æðasamdrætti ein og sér og í tengslum við koffín, gefin sem innöndunarlyf eða sem töflur og stílar.

Anervan® Gynergen Comp.®

Bólgu- og verkjastillandi gigtarlyf í töfluformi.

Asetýlsalisýlsýra og önnur væg verkjalyf.

Þau sem mest er vitað um eru nefnd fyrst hér að ofan.

Séu mígreniköstin mjög tíð er hægt að bjóða upp á eftirtalin lyf í forvarnaskyni:

Propranolol® Inderal® Atenolol® NM Pharma
Atenólól® Delta Atenólól® OP Pharma

Tvö fyrrnefndu eru öflugust og hafa jafnframt minnstar aukaverkanir. Oft þarf læknir að gera tilraunir með mörg lyf og blöndur af lyfjum áður en hann finnur þá samsetningu sem best hentar hverjum sjúklingi.