Meiðsli eftir íþróttagreinum

Ekki hafa verið gerðar neinar samanburðarrannsóknir á meiðslatíðni í mismunandi greinum svo ég viti til hér á Íslandi.

Knattspyrna

Algengast er að knattspyrnumenn verði fyrir eftifarandi meiðslum:
Hnémeiðslum, t.d krossbandaslit og liðþófaáverkar
Tognun í nára
Ökklatognun

Handknattleikur

Algengast er að handknattleiksmenn verði fyrir eftifarandi meiðslum:
Axlarmeiðslum, s.s liðhlaup eða tognanir
Hnémeiðslum, t.d krossbandaslit og liðþófaáverkar
Ökklatognun
Fingurmeiðslum

Körfuknattleikur

Algengast er að körfuknattleiksmenn verði fyrir eftirfarandi meiðslum:
Fingurmeiðslum
Axlarmeiðslum,
Hnémeiðslum, t.d krossbandaslit og liðþófaáverkar
Ökklatognun

Blak

Samkvæmt erlendum rannsóknum er blak með lægri meiðslatíðni en aðrar boltagreinar.
Algengast er að blakarar verði fyrir eftirfarandi meiðslum
Fingurmeiðslum
Ökklatognun
Axlarmeiðslum,

Golf

Bakmeiðsli eru hvað algengust, ásamt álagsmeiðslum í úlnliðum, olnbogum og öxlum.

Sund

Slys og áverkar eru sjaldgæf en álagsmeiðsli í öxlum eru algeng hjá þeim sem æfa sund af kappi.

Heilsurækt

Algengast er að líkamsræktariðkendur verði fyrir álagsmeiðslum t.d í baki og öxlum, sem stafa oftar en ekki af rangri tækni við æfingarnar eða að of þung lóð séu notuð. Margir virðast halda það að þeir nái meiri árangri, því meira af járni sem þeir hrúga á stöngina sína. Þetta leiðir hins vegar mjög oft til þess að álagið lendir að mestum hluta á öðrum vöðvum eða liðum en ætlunin var að þjálfa. Mjög gott dæmi um þetta er hin svokallað tvíhöfðalyfta með stöng. Það er mjög algengt að sjá sérstaklega unga karlmenn vera að rogast með meira en þeir ráða við og fetta þar af leiðandi bakið við hverja lyftu. Við þetta myndast mikið álag bæði á brjóskþófana og smáliðina í bakinu sem getur leitt til bakverkja seinna meir. Það er því mikilvægt að fá góðar leiðbeiningar þegar þjálfun er hafin og framkvæma æfingarnar ávallt rétt. Það ber einnig að hafa í huga að vöðvar styrkjast hraðar en sinar og vöðvafestingar og þess vegna má stignun ekki vera of hröð.