Mat á ástandi – Yfirlit yfir vinnureglur á vettvangi

Hér má finna nokkurskonar gátlista yfir helstu aðgerðir á slysavettvangi.

1. Vettvangskönnun.

• Hættur?
• Fjöldi sjúkra eða særðra?
• Orsök meiðslanna?

2. Fyrsta skoðun, greina lífshættulegt ástand. Horfa, hlusta og þreifa.
• Athuga viðbrögð og meðvitund?
• Athuga öndun?
• Kanna blæðingar?
• Kanna einkenni bráðra veikinda eða alvarlegra áverka svo sem hryggáverka
• Sækja hjálp.

3. Nánari skoðun, horfa, hlusta og þreifa.
• Meta öndun. Telja öndunartíðni.
• Meta blóðrás. Taka púls og meta ástand húðar (hiti, rakastig, litur)?
• Meta virkni. Hryggáverkar, meðvitund?
• Líkamsskoðun: Höfuð: BOVA, mænuvökvi; Augu: SJOBL; Háls: BOVA; Brjóst: BOVA (kreista og þrýsta); Kviður: BOVA (þrýsta); Mjaðmagrind: BOVA (kreista og þrýsta); Útlimir: BOVA, BTH.
• Heilsufarssaga ef um bráð veikindi er að ræða ljúka henni áður en líkamsskoðun er hafin. OLSEN
• Medic Alert – nisti?

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands