Mat á ástandi – Almennt

Nauðsynleg er að skoða og meta ástand sjúkra eða særðra á kerfisbundinn hátt og forgangsraða aðgerðum.

• Fyrsta skoðun er framkvæmd til að meta hvort um lífshættulegt ástand sé að ræða sem strax þarf að bregðast við.
• Nánari skoðun á einungis að framkvæma þegar búið er að tryggja öndun og blóðrás. Hún er gerð ef óvissa ríkir um ástand slasaðra og langur tími er í aðstoð.
• Afla má upplýsinga um heilsufarssögu slasaðra eða sjúkra ef tími gefst til.

Lífshættulegu ástandi eins og lokuðum öndunarvegi eða mikilli blæðingu verður að sinna áður en nánari líkamsskoðun er hafin. Fæstir slasast lífshættulega og því má oftast ljúka fyrstu skoðun á skömmum tíma.

Málsatvik, „áverkaferlið,“ sker oftast úr um hvort nánari líkamsskoðun er nauðsynleg. Til dæmis er hún ónauðsynleg ef einstaklingur hefur skorið sig á fingri við að skræla kartöflur en ef einstaklingur sker sig á fingri í reiðhjólaslysi getur hann verið með aðra alvarlegri áverka sem ekki finnast við fyrstu skoðun.

Hafi tveir eða fleiri slasast þarf að huga fyrst að þeim sem ekkert heyrist í, þeir gætu verið alvarlega slasaðir. Þeir sem tala, gráta eða hrópa eru augljóslega með meðvitund og opinn öndunarveg.

Ef komið er að einstaklingi sem er með meðvitund er nauðsynlegt að kynna sig og reyna að afla samþykkis með því að spyrja hvort viðkomandi vilji aðstoð.

Á meðan beðið er eftir sérhæfði aðstoð er mikilvægt að skoða og meta á ástandi slasaðra eða sjúkra. Skoðunin getur virkað róandi á þann slasaða um leið og hún gerir skyndihjálparmanninum kleift að fylgist með meðvitund og öndun. Gott er að endurtaka skoðunina á 10-15 mínútna fresti á fólki með meðvitund og oftar á fólki með minnkuð viðbrögð eða án meðvitundar.

Þegar sjúkrabíllinn kemur er gott að geta veita upplýsingar um eftirfarandi:
1. Hvað gerðist
2. Meðvitund og viðbrögð
3. Öndun
4. Blæðingu
5. Niðurstöður nánari líkamsskoðunar
6. Heilsufarssögu (OLSEN)
7. Skyndihjálp sem veitt hefur verið.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands