Mar

Mar getur myndast þegar líkaminn verður fyrir höggi. Húðin rofnar ekki en vefir og æðar undir yfirborði hennar kremjast og því fer að blæða á afmörkuðu svæði undir húðinni.

Hvað gerirðu?
• Heftu blæðinguna með því að kæla húðina t.d. með ísmolum, þó ekki lengur en í tuttugu mínútur í senn.
• Kannaðu hvort um brot geti verið að ræða.
• Vefðu teygjubindi á áverkann til að fá góðan þrýsting á marið.
• Lyftu skaddaða útliminum upp fyrir hjarta hins slasaða til að draga úr sársauka og bólgu.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands