Mangan


Almennt um mangan

Vítamín og sameindir eru settar saman úr frumeindum sem bindast hver annarri en mangan er frumefni, þ.e. ein stök frumeind. Þörfin fyrir mangan er afskaplega lítil og því flokkast það sem snefilefni, en sá flokkur ásamt vítamínunum telst til örnæringarefnanna. Í líkamanum eru samtals 10-20 mg af mangani. Mangan virkjar langa runu margra ensíma og það finnst m.a. í korni og grænmeti.

Hvernig nýtir líkaminn mangan?

Mangan binst ensímunum pyruvatkarboxýlasa og superoxíðdismutasa. Ensím eru efni sem hraða virkni hinna ýmsu efnaskipta. Þessi tvö ensím eiga hlut að kolvetnis- og fituefnabúskap efnaskiptanna með því að gera sindurefni óvirk.

Hvaða matur inniheldur mangan?

Magnan er í ríkum mæli í:

  • Grófu korni, hnetum, grænmeti og ávöxtum.
  • Einnig er mangan í te og kaffi.

Hvað má taka mikið af mangani?

Ekki er vitað hver þörfin fyrir mangan er en 2,5 – 5,0 mg eru talin uppfylla daglega þörf. Í venjulegum mat ættu að vera 4,5 mg á dag.

Hvernig lýsir manganskortur sér?

Manganskortur er aldrei vegna mataræðis. Aðeins er vitað um eitt slíkt tilfelli, þegar maður sem tók þátt í tilraun leið manganskort vegna mistaka. Einkennin voru megrun og útbrot og breytingar á nöglum og hári.

Hvernig lýsir of mikið mangan sér?

Of mikið mangan lýsir sér svipað og Parkinsons-veiki:

  • Stífir vöðvar,
  • Skjálfti, líka þegar hvílst er.
  • Hægar hreyfingar

Má taka mangan með öðrum lyfjum?

Mangan býr til óuppleysanlegar tengingar við tetracyklín (flokkur fúkkalyfja) og minnkar upptöku þeirra um helming.