Lyfjatæknir

 • Heiti stéttar:

  Lyfjatæknir

 • Nafn á tengilið: 

  Kristín Skjaldardóttir formaður

 • Aðsetur:

  Hús Verslunarinnar,
  Kringlan 7,
  103 Reykjavík
  Sími: 861 5580,
  Netfang: lyfjataeknar@isl.is
  Veffang: www.vr.is/lyfjataeknar/

 • Starfssvið (hlutverk):

  Lyfjatæknir

  • vinnur í lyfjaverslunum við afgreiðslu lyfja og faglega ráðgjöf og val á lausasölulyfjum, hjúkrunarvörum og sjúkragögnum.
  • í sjúkrahúsapóteki, við að taka til lyf fyrir deildir sjúkrahússins, tekur til dagskammta fyrir sjúklinga og blandar lyf og næringarvökva o.fl. í samráði við lyfjafræðing.
  • hjá opinberum stofnunum við umsjón og eftirlit mála er snerta lyf.
  • í lyfjaframleiðslufyrirtækjum m.a. á rannsóknarstofum, gæðaeftirliti og framleiðslu.
  • hjá lyfjaheildsölum við m.a. kynningar og sölu á lausasölulyfjum og hjúkrunar og sjúkragögnum.
  • getur haft umsjón með lyfjaforða samkv. reglugerð.
 • Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

 • Menntun:

  Markmið lyfjatæknabrautar er að sérmennta fólk til starfa við afgreiðslu, sölu og dreifingu lyfja.

  Námsfyrirkomulag

  • Lyfjatæknabraut er 143 eininga nám í átta annir og til viðbótar kemur tíu mánaða verklegt nám í apóteki. Fyrstu fjórar annirnar eru kallaðar aðfararnám en þá eru teknir fyrir skilgreindir áfangar sem kenndir eru í flestum framhaldskólum landsins. Aðfaranám verður að ljúka að mestu leyti áður en nemandi getur hafið nám í séráföngum lyfjatæknabrautar.
  • Sérgreinar lyfjatæknabrautar teljast 73 einingar og er einungis hægt að taka þær í Heilbrigðisskólanum. Haustið 1999 var byrjað að kenna sérgreinar brautarinnar í fjarkennslu í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
  • Kennsla á lyfjatæknabraut samanstendur af fyrirlestrum, verklegri þjálfun, sýnikennslu, hópavinnu og að leysa verkefni. Námsgögn eru íslenskar, danskar og enskar kennslubækur og greinar og fyrir kemur einnig texti á sænsku og norsku.
  • Nemendur skulu vinna í apóteki í tíu mánuði auk átta anna náms. Vinna í apóteki getur byrjað að sumri til milli 6. og 7. annar eða þegar nemandi hefur lokið áföngunum almennri lyfjafræði og lyfjalöggjöf.
  • Þegar nemandi hefur lokið 143 eininga námi útskrifast hann sem lyfjatæknir frá Heilbrigðisskólanum. Eftir tíu mánaða vinnu í apóteki getur lyfjatæknir sótt um löggildingu starfsheitis hjá heilbrigðisráðherra.
 • Hliðargreinar:

  Er möguleiki á að sérhæfa sig eða bæta við menntun? Nei