Lyfjafræðingur

 • Heiti stéttar:

  Lyfjafræðingur

 • Heiti stéttarfélags:

  Lyfjafræðingafélag Íslands

 • Nafn á tengilið:

  Sigríður Pálína Arnardóttir, formaður

 • Aðsetur:

  Lyfjafræðisafninu v/Neströð
  Pósthólf 252
  172 Seltjarnarnesi
  Sími: 561 6166
  Fax: 561 6182
  Netfang: lfi@lyfjafraedingafelagid.is
  Veffang: www.lyfjafraedingafelagid.is

 • Starfssvið (hlutverk):

  Lyfjafræðingar eru sérfræðingar samfélagsins í lyfjamálum. Þeir bera ábyrgð á lyfjadreifingu í landinu, jafnt heildsölu sem smásölu. Þeir sjá um að rétt lyf og rétt árituð séu afgreidd út úr apótekum landsins og veita öðrum heilbrigðisstéttum og almenningi upplýsingar um verkun lyfja, aukaverkanir milliverkanir og annað sem máli getur skipt. Lyfjafræðingar eru aðgengilegastir allra heilbrigðisstétta fyrir almenning, þar sem hægt er að ganga inn í hvaða apótek sem er og spyrja eftir lyfjafræðingi, án þess að panta tíma fyrirfram.

  Lyfjafræðingar starfa í sjúkrahúsapótekum við val á lyfjum og afgreiðslu þeirra.

  Einnig er algengt að lyfjafræðingar vinni við lyfjaframleiðslu, en töluverð lyfjaframleiðsla er á Íslandi. Ennfremur má nefna rannsóknarstörf, kennslu og störf í stjórnun lyfjamála á Íslandi.

 • Kostnaður meðferðar:

  Breytilegur, eftir því hversu hátt innkaupsverð lyfsins er og hversu mikinn þátt Tryggingastofnun tekur í honum.

 • Er starfsemin niðurgreidd af Tryggingastofnun:

  Tryggingastofnun tekur þátt í kostnaði við sum lyf.

 • Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

 • Menntun:

  5 ára nám við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Mögulegt ætti að vera að sjá lýsingu á náminu á vef Háskóla Íslands. Umsækjendur þurfa að vera með stúdentspróf, helst úr náttúru- eða stærðfræðideild. Námið er lánshæft. Sambærilegt nám frá erlendum háskóla ætti að veita sömu réttindi en meta þarf hvort það er sambærilegt. Til og með 1984 var hægt að taka aðstoðarlyfjafræðingspróf eftir 3 ára nám við Háskóla Íslands.

 • Hliðargreinar:

  Hægt er að sérhæfa sig, t.d. í sjúkrahúslyfjafræði, en þarf að fara til útlanda til þess. Einnig hægt að taka doktorsgráðu á einhverju sviði lyfjafræðinnar (ýmsir möguleikar) og er möguleiki að taka slíkt nám á við Háskóla Íslands (á sumum sérsviðunum).

 • Nýjungar í stéttinni:

  Eins og almenningi er kunnugt um, er alltaf verið að finna upp ný lyf. Hér á landi eru þær nýjungar helstar að lyfjaframleiðsla hefur aukist mjög og er nú talsverður útflutningur lyfja frá Íslandi. Umtalsverðar breytingar á lyfjadreifingarkerfinu (hvað varðar stofnun lyfjabúða og eignarhald) voru lögleiddar 1996.