Ljósmóðir

 • Heiti stéttarfélags/stjórnar:

  Ljósmæðrafélag Íslands

 • Nafn á tengilið:

  Ólafía M.Guðmundsdóttir, formaður

 • Aðsetur:

  Hamraborg 1, 4. hæð, Kópavogi
  Sími:564-6099
  Fax: 564-6098
  Netfang: lmfi@prim.is
  Veffang: www.prim.is/lmfi

 • Starfssvið (hlutverk):

  Ljósmæður sinna skjóstæðingum í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þær veita upplýst valfyrir skjólstæðinga til að þeir geti tekið ákvarðanir fyrir sig sjálf og hjálpa þeim síðan við að ná markmiðum sínum. Þjónustan er veitt konum og fjölskyldum þeirra. Ljósmæður sinna einnig heimafæðingum og heimaþjónustu í sængurlegu.

 • Kostnaður meðferðar:

  Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir þjónustuna.

 • Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

  Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað 2.maí 1919. Lög um ljósmæður voru fyrst samþykkt á Alþingi árið 1933.

  Rétt til að kalla sig ljósmæður hafa einungis þær sem að hafa fengið leyfi til þess frá heilbrigðisráðherra.

 • Menntun:

  Inngönguskilyrði til að læra ljósmóður er að viðkomandi hafi lokið BS hjúkrunarprófi frá Háskóla Íslands. Eftir BS próf er eiginlegt ljósmæðranám tvö ár í Háskóla Íslands. Námið er lánshæft.

 • Hliðargreinar:

  Ekki er hægt að bæta við sig frekari menntun hérlendis. Til þess verður að fara erlendis en þá eru margir möguleikar í boði

 • Nýjungar í stéttinni:

  Heimaþjónusta ljósmæðra. Bætt þjónusta sem býður m.a. upp á að skjólstæðingar fái aukna og samfelldari þjónustu.