Lituð tannsýkla

Á myndinni sést vel hvar tannsýklan liggur eftir að hún hefur verið lituð með litartöflu. Litartöflur fást í apótekum og eru heppilegar við kennslu á tannburstun.

Leiðbeiningar við notkun á litartöflum

  • Burstaðu tennurnar þínar eins og þú ert vön/vanur.
  • Tyggðu litartöfluna. Hún leysist upp í munnvatninu.
  • Láttu munnvatnið leika um allar tennurnar, skolaðu munninn.
  • Skoðaðu tennurnar vandlega í spegli.
  • Ef þú finnur rauðan lit á tönnunum þínum, hefur þú ekki burstað nógu vel því að rauði liturinn er lituð tannsýkla.
  • Leggðu þessa staði á minnið og þá er auðveldara að bursta tennurnar betur næst.
Tannsýkla fyrir og eftir litun!

Birt með góðfúslegu leyfi Tannnverndarráðs af vef þeirra tannheilsa.is