Lasagna – einfalt en gott

Uppskriftin er fyrir fjóra

 

Efni:

 • 500 gr. hakk – hvort sem er nauta- eða svínahakk
 • 2 dósir (70 gr.) tómat purré
 • 2 hvítlauksrif smátt söxuð eða pressuð
 • 4 tsk þurrkað oregano – efn notuð er ferskt þá mun meira eða 1 bolla
 • 2 tsk þurrkuð basilíka eða 10 blöð af ferskri basilíku og hún er söxuð smátt
 • 1 bolli fersk steinselja smátt söxuð
 • 2 tsk svartur pipar
 • 2 kubbar grænmetiskraftur
 • 1 peli kaffirjómi

Sósa:

 • 1 dós sveppa ostur
 • létt mjólk til að þynna ostinn
 • 1 tsk. svartur pipar

 

 • 12 plötur spínat lasagna
 • 150 gr. rifinn ostur – hvaða tegund sem er

Aðferð:

Hakkið er steikt á pönnu (sjálf nota ég aldrei olíu) og þegar það er tilbúið þá er öllu blandað útí. Kaffirjóminn er settur síðastur. Þetta skal svo smakka til og ef þetta er ekki nógu sterkt þá er bara að bæta útí meira kryddi.

Sveppa osturinn er settur í pott og þynntur með léttmjólkinni. Sósan á að vera þykk.

Setið olíu og salt og einn lítra af vatni út í pott og sjóðið 4 lasagna plötur í einu.

Eldfast mót er smurt að innan með olíu. 4 lasagna plötur eru settar á botninn, þá helmingur af hakkinu, þá 4 lasagna plötur og loks afgangurinn af hakkinu. Sósunni er hellt yfir seinna lagið af hakkinu. 4 síðustu lasagna plöturnar fara ofan á sósuna en rifnum osti er að lokum stráð yfir lasagna plöturnar.

Meðlæti:

Gott salat sem samanstendur af káli, tómötum og ólívum.

Aðrar uppskriftir á Doktor.is

Smá fróðleikur til gamans:
Savory, Umami, fimmta bragðið Savory, eða umami á japönsku, hefur nú öðlast viðurkenningu af matvælafræðingum sem "fimmta bragðið", aðskilið frá sætu bragði, súru, söltu og bitru. Fyrirmynd af savory bragði er að finna í nánast öllum mat að vissu marki.

Umami var uppgötvað af Japönskum vísindamanni Ikeda árið 1908 sem bragð af Laminaria Japonica, japönsku þangi, notað í súpur og soð í Japönskum mat og tengt við glutamate (monosodium L-glutamic acid). Seinna uppgötvaðist að ribonucleatides hafði svipað bragð og umami og einnig svipuð áhrif og glutamate sem dregur fram bragðið af mat.

Umami er þó algengara og oft notað í vandaðri eldamennsku í Asíu. Vestrænir bragðlaukar skynja þó ekki þetta bragð eins og austurlenskir, vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt að finna það. Eins og önnur brögð, er umami bragðið oft falið bakvið önnur sterkari brögð eins og saltbragð. Umami bragð í mat getur haft afgerandi áhrif á vín. Oft eru það áhrif á borð við biturt bragð og málmkennt bragð. Hægt er að minnka Umami áhrif á vín með salti.