Læknir

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Læknafélag Íslands (LÍ)

Nafn á tengilið:

Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ
Ásdís J. Rafnar, framkvæmdastjóri

Aðsetur:

Hlíðarsmári 8, Kópavogi
Sími 564-4100
Faxnr. 564-4106
Veffang: www.icemed.is
Netfang: icemed@icemed.is

Starfssvið (hlutverk):

Læknafélag Íslands er heildarsamtök íslenskra lækna. Rétt til þess að stunda lækningar á Íslandi og kalla sig lækni hafa þeir sem fengið hafa lækningaleyfi sbr. læknalög nr. 53/1988.

Kostnaður meðferðar:

Sjá:
lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990
lög um almannatryggingar nr. 117/1993
lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Er starfsemin niðurgreidd af Tryggingastofnun/Verkalýðsfélögum:

Sjá:
um sjúkratryggingar
lög umalmannatryggingar nr. 117/1993

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra veitir læknum lækningaleyfi að fenginni umsögn landlæknis og læknadeildar Háskóla Íslands.

Menntun:

Próf frá læknadeild Háskóla Íslands og viðbótarnám á heilbrigðisstofnunum/sambærilegt próf í landi innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins
sjá: læknalög nr. 53/1988

Hliðargreinar:

Sérfræðingar í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, sjá læknalög nr. 53/1988 5. gr.um hverjir hafa rétt til að kalla sig sérfræðinga.

Tilgangur Læknafélags Íslands er:

-að efla hag og sóma hinnar íslensku læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna -að stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á því, er að starfi þeirra lýtur -að efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum -að beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna -félagið sér um gerð kjarasamninga lækna í samráði við svæðafélög og önnur félög lækna, eftir því sem við á hverju sinni. Innan læknafélags Íslands eru ótal félög:
Svæðafélög íslenskra lækna
Sérgreinafélög íslenskra lækna
Önnur félög lækna