Kynlíf og MS

Hvað er gott kynlíf?

Nánd, hreinskilni, hlýja og umhyggja eru nokkrar af þeim tilfinningum sem leiða til góðs kynferðislegs sambands. Samfarir eru aðeins einn hluti kynlífsins en ekki alltaf sá veigamesti þó að oft sé mest einblínt á þann hluta kynlífsins. Sumir hafa það á tilfinningunni að mikilvægast sé að fá fullnægingu og reyna mikið á sig til þess, en gleyma að láta vel hvort að öðru sem er afar mikilvægt í ástarsamböndum. Margt líkamlega hraust fólk fer í gegnum tímabil þar sem kynlíf er í ólagi. Það getur varðað minnkaða tilfinningu eða erfiðleika með að fá fullnægingu.

Margar orsakir geta legið þar að baki. Fólk sem býr við mikla streitu og er í slæmu sambandi við maka sinn, missir einhvers sem því þykir vænt um eða að vonir verða að engu, slíkar andlegar þrengingar geta breytt kynferðislegum löngunum. Líkamlegir sjúkdómar eins og t.d. MS geta haft varanlegar breytingar í för með sér hvað kynlífsmöguleika varðar. Orsakir þessara breytinga koma frá miðtaugakerfinu sem og frá líkamanum sjálfum. og hafa einnig áhrif á sálrænt ástand. MS-fólk missir hreyfifærni í mismunandi mæli og útlit breytist ef til vill. Sumir með MS-sjúkdóminn glata tilfinningunni fyrir líkama sínum eða hafa ýmugust á sjálfum sér. Það getur verið erfitt að horfast í augu við slíkar breytingar og það geta komið upp tímabil sem erfitt er að komast í gegnum. Á slíkum stundum getur fólk orðið of tilfinninganæmt-vegna sögusagna um kyngetu annarra. Það getur verið mjög niðrandi að heyra og sjá í fjölmiðlum þegar kynlíf er helgað góðri heilsu, ungum aldri og fullkomnum líkama en aldrei gert ráð fyrir fötluðum í því samhengiÞess vegna er ekkert undarlegt að þesskonar auglýsingar og orðrómur geta vakið upp neikvæðar myndir hjá fólki, ef líkaminn er ekki lengur í formi. En það eru mögulegt að fá aðstoð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það er hægt að breyta kynlífs óskum og þörfum sínum, vegna kringumstæðna sem nýjar aðstæður hafa skapað. Þess vegna er nauðsynlegt að geta verið opinn hvað kynferðismál varðar.

Það ætti að vera eðlilegt að geta talað um kynferðisleg vandamál og mikilvægt er að skilja samhengið milli andlegs, líkamlegs og taugafræðilegs ástands. Hreinskilni er mikilvægt og stórt skref til þess að leysa vandamálin.

Þegar líkaminn bregst

Í kynferðislegri hegðun er mjög virkt samband á milli líkamlegra tilfinninga og tilfinninga í heilanum. Taugabrautirnar senda skilaboð frá heila til kynfæra. Við finnum fyrir hlýju og kynlöngun og reynum ef til vill að skapa rómantískt andrúmsloft í kringum okkur. Draumórar geta haft mikil áhrif í kynferðislegu sambandi. Þegar hugsun, tilfinning og skilningarvit eru virk, fara skilaboð gegnum taugabrautirnar til grindarbontssvæðsins púlsinn, verður hraðari og blóðstreymi eykst. Þessi boð geta haft þau áhrif á menn að þeim rísi hold og hjá konum aukið rakann í leggöngum. Sömu viðbrögð geta orðið við snertingu kynfæranna. Örin sem myndast í miðtaugakerfinu geta gert það að verkum að líkaminn bregst allt öðru vísi við en áður — einnig kynferðislega. Snerting og ástaratlot hafa ekki sömu áhrif og fyrr. Vegna tilfinningatruflana getur það sem áður var, gott jafnvel breyst og orðið óþægilegt. Hjá körlum geta orðið vandamál við ris og konur geta fundið fyrir leggangaþurrki og óþægindum. Þessi viðbrögð geta virkað óskiljanleg með tilliti til þess að kærleikur og kynferðisleg löngun er enn til staðar. Að sjálfsögðu getur þetta leitt til misskilnings para á milli ef erfiðleikarnir eru túlkaðir sem tilfinningaskortur. Það getur haft í för með sér hræðslu og óöryggi þegar tilfinningar eru jafn heitar og innilegar og áður. Þegar líkaminn svíkur á þennan hátt þarf góðan og gagnkvæman skilning sem getur leitt til nýjunga í kynlífi.

Algeng einkenni:

Einn algengasti fylgifiskur MS er kynferðisleg höft. Þreyta er það sem flestir með MS þekkja. Óútskýranleg þreyta sem ekki hverfur við hvíld. Hún getur birst á ólíklegustu tímum, jafnvel eftir góðan nætursvefn og getur verið erfitt fyrir makann að skilja. Þreyta getur misskilist og túlkast sem leti eða áhugaleysi. Þess vegna er afar nauðsynlegt að gagnkvæmur skilningur sé fyrir hendi. Parið verður í sameiningu að finna út þann tíma. Þegar þreytan er hvað minnst og að gefa sér góðan tíma. Þreyta og streita er eyðileggjandi fyrir kynlíf hjá öllumBlöðru og þarmatruflanir eru annað vandamál sem getur gert það að verkum að fólki finnst snerting óþægileg — sér í lagi í sambandi við kynlíf. Ef þvagmissir verður, þó ekki sé nema einu sinni, getur hann haft í för með sér mikil óþægindi og hræðslu þannig að reynt verði að komast hjá nánum samskiptum. Ef makinn talar ekki opinskátt vegna feimni og spennu getur það leitt til kynferðislegs fráhvarfs . En þar sem tillit og trúnaður ríkir á milli í parasambandi getur fólk lært að sneiða hjá þessum leiðinlegu atvikum. Vöðvakrampar (spasticitet)er enn einn truflandi þáttur í ástarsambandi. Makinn getur hjálpað þeim MS sjúka með stuðningi af púðum eða haldið höndunum þannig að líkaminn haldist sem kyrrastur svo að hræ&eth ;slan um að fá krampa minnki.

Kynferðisleg löngun — aðrir möguleikar

Ef annar aðilinn er með MS og parið ætla að lifa fullnægjandi kynlífi getur verið þörf á því og endurskoða hug sinn og venjur. Það getur verið ágætt að hætta venjulegu kynlífi tímabundið en þess í stað að læra á líkama elskunnar sinnar á ný og jafnvel að finna ný svæði sem gætu leitt til löngunar til að kela og snerta þannig er hægt að mynda yndislega og afslappaða stemmingu — þannig að fólki finnist það aðlaðandi, en margir efast reyndar um það þegar sjúkdómurinn er inni í myndinni. Ef tilfinningadoði er í kynfærunum er mikilvægt að finna þau svæði líkamans sem örvast og nota önnur skilningarvit sem eru heilbrigð Ef fólk getur skilið og séð að makinn elskar og girnist það, getur það haft örvandi áhrif. Falleg orð hvísluð í eyra geta einnig aukið kynlöngunina. Það er í öllu falli skynsamlegt að reyna að finna út hvort það eru sjálfar samfarirnar sem hafa mestu ánægjuna í för með sér. Margir karlmenn eru hræddir um að geta ekki fullnægt maka sínum nema með samförum, en mörgum konum finnst það ekki aðalatriðið. Kynferðislanganir eru bæði líkamlegar og andlegar. Óttinn við að vera ekki nógu góður, ekki nægjanlega aðlaðandi, vera í of slæmu líkamlegu ástandi getur dregið úr lönguninni, en góður og kærleiksríkur maki getur hjálpað þar heilmikið til.

Nauðsynlegt er að hugsa um hinn aðilann, sem getur átt erfitt með að aðlagast breyttum aðstæðum, hann þarf tíma til að venjast þeim. Oft er þörf fyrir faglega hjálp til þess að leiða samtöl og getur hún verið nauðsynleg til að koma ástarlífinu í betra horf. Líkamlegum orsökum gæti verið erfiðara að breyta. Kynlífshjálpartæki geta hjálpað. Það mikilvægasta við notkun hjálpartækja er hreinskilni varðandi kynlífsóskir. En það er einnig mikilvægt að tala um þær væntingar sem fólk hefur til hjálpartækja. Áríðandi er að pör geti með opnum huga og tillitssemi tjáð sig um erfiðar tilfinningar. Það getur t.d. verið erfitt að segja maka sínum að áhuginn sé horfinn, að kynlífið sé bundið óþægindum, eða að líkaminn sem áður var aðlaðandi, sé það ekki lengur.

Við það að tala um óþægilegar tilfinningar, geta breytingar orðið sem leiða til öðruvísi og fullnægjandi kynlífs. Það getur verið léttir að viðurkenna getuleysi til samfara en það þýðir ekki endilega að kynlífi sé lokið Þvagfæralæknar eru þeir sérfræðingar sem vinna með vandamál þessu tengdu. Að missa getu til kynlífs er að sjálfsögðu meira áberandi hjá körlum, þar sem ekki er hægt að fela ef hold ekki rís. Síður sjáanlegar afleiðingar eru t.d. tilfinningatruflanir og verkir. Margar konur eiga erfitt með að tjá sig við makann hvað þeim finnst best í nánum samskiptum, hvað hann á að gera eða ekki að gera, kannski vilja þær ekki tala um leggangaþurrk og Þesskonar óframfærni getur komið upp ef fólk er óvant að tala um náin samskipti, og að hluta til gæti orsökin verið minnimáttarkennd vegna breytinga á líkamanum. Hræðslan um að heilbrigði makinn yfirgefi það gæti verið ástæðan fyrir því að fólk segir ekki frá því hvernig því líður og hvers það óskar, en það er mikilvægt að deila þessum hugsunum með einhverjum og gæti orðið léttir að fá tækifæri til að tjá sig um vandamálin. Það er hægt að tjá sig á ýmsan hátt um vandamálin.

Hjálpartæki kynlífsins

Það er ýmislegt hægt að gera til þess að forðast hugsanlega erfiðleika. Gott ráð er að tæma blöðru og þarma fyrir samfarir. Fyrir þá sem nota þvaglegg er mikilvægt að vita að hann stendur ekki í vegi fyrir kynlífi. Konur geta fest legginn með plástri innanlæra og karlar geta lagt legginn undir liminn þegar holdris er og sett síðan smokk yfir. Smokkurinn dregur úr hættunni á að þvagleggurinn færist til og getur þar með komið í veg fyrir óþægindi. Þurrk í leggöngum er hægt að koma í veg fyrir með kremi. Til eru krem til örvunar sem nota má með hjálpartækjum. Forðast skal vaselín, olíur eða krem. Með olíum í .Ilmandi líkamskrem geta virka örvandi en ilmkrem og salva má ekki nota í leggöngin. Margskonar rafmagnsnuddtæki eru á boðstólum fyrir bæði kynin.

Birt með góðfúslegu leyfi MS félagsins, vefur þeirra er msfelag.is