Kynlíf hjartasjúkra og fatlaðra

Hvað skal gera ef samfarir ganga erfiðlega?

  • Til eru allmargir sjúkdómar og fatlanir sem torvelda eðlilegt kynlíf. Það er til dæmis erfiðleikum bundið fyrir fólk með lömun eða gigtarsjúkdóma á háu stigi að hafa samfarir eða yfir höfuð að stunda fullnægjandi kynlíf.
  • Mikilvægt er að þau sem umgangast viðkomandi séu meðvitaðir um vandamálið. Það er freistandi að reyna að fela vandann eða þegja þunnu hljóði frekar en gera eitthvað í málinu.
  • Fatlaða manneskjan er hugsanlega miður sín yfir því að þurfa að vekja athygli á að hún óski aðstoðar á einhvern hátt. Vandamálið er því ekki rætt, en kraumar áfram undir niðri.

Það þarf að ræða um vandamálið

Þó erfitt sé að taka á vandamálinu án þess að vera misskilinn á alltaf að reyna það. Leiðir til hjálpar finnast ef tekið er á málinu. Þetta á ekki aðeins við um hina sjúku eða fötluðu manneskju heldur einnig fyrir þann sem býður fram hjálp sína. Það getur verið ást og væntumþykja sem leiðir til þess að takmarkið næst, ekki bara vorkunnsemi.

Kynlíf og hjartasjúkdómar

  • Í sumum tilvikum virðast ekki vera neinar hindranir fyrir því að lifa góðu kynlífi. En hjartasjúkdómur getur verið hindrun. Þetta gæti til dæmis verið tilfellið ef þú hefur áður fengið kransæðastíflu. Bæði þú og maki þinn eruð hrædd við að líkamleg áreynsla, eins og við ástundun kynlífs gæti kallað á nýja kransæðastíflu.
  • En það gerist ekki! Áreynslan við samfarir, ef þær eru ekki þeim mun ofsafengnari, er ekki meiri en við að ganga rólega upp tröppur á fjórðu eða fimmtu hæð. Ef þú getur gengið þetta án teljandi vandræða, mikillar andnauðar, brjóstverks eða hjartsláttar, getur þú einnig stundað kynlíf.
  • Það getur einnig aukið trúna á heilsuna og styrkt sambandið milli tveggja manneskja, sem þykir vænt um hvort annað, en eru hrædd við að missa hvort annað, eftir að skyndileg veikindi hafa komið upp og vakið með þeim ótta.
  • Allir sem hafa fengið kransæðastíflu þurfa að íhuga hvort þeir eigi í erfiðleikum með kynlífið og hugsanlega biðja lækni um ráðgjöf.