Kjúklingur – sellerí og gulrætur

Eftir: Halldóru Sigurdórsdóttur höfund bókarinnar Leiðin að bættri líðan.

 

Uppskriftin er fyrir fjóra

Efni:
1 stór kjúklingur
½ bolli olía
4-6 stilkar sellerí skorið í bita
4-6 gulrætur skornar í bita 

Krydd: 
1–2 msk Eðal kjúklingakrydd (Pottagaldrar)          
1 msk Taaza masala (Pottagaldrar)
1 msk karrý
1 msk túrmerik
2 tsk svartur pipar
1 stór kubbur grænmetiskraftur saxaður smátt

 

 Öllu kryddinu er blandað saman við olíuna

Aðferð: 

 

Grænmetiskraftinum er stráð á botninn á eldföstu móti. Grænmetið er skorið í 2 cm langa bita og sett ofan á grænmetiskraftinn. Kjúklingurinn er settur ofan á grænmetið. Öllu kryddinu er blandað saman við olíuna og kjúklingurinn er smurður vel og vandlega. Þeir sem vilja sterkan mat geta aukið kryddið að vild en þeir sem kjósa mjög mildan mat geta minnkað kryddið.

 

Eldað í 60 mín. á 200°C.

 

Þessi réttur hentar vel þegar fólk er í tímaþröng því kjúklingurinn er bestur þegar hann er kryddaður 12-24 tímum áður en hann er eldaður. Grænmetið er þó ekki skorið niður fyrr en rétt áður en hann er notaður.

 

 Meðlæti:

 

Steikt hýðishrísgrjón með hvítlauk

 

Salat

 

 Steikt hýðishrísgrjón með hvítlauk:

 


Hrísgrjónin steikt í olíu þar til þau eru orðin gyllt en þá er 2 pressuð hvítlauksrif sett útí og hrært stöðugt í nokkrar sekúndur en passa verður að þau verði ekki brún.  Loks er 2 grænmetiskubbar og vatni hellt yfir hrísgrjónin og þau soðin í u.þ.b. 40 mín.

 

 Salat:
Hvítkál
2 tómatar
1 lúka spínat
1 lítill rauðlaukur
sólþurrkaðir tómatar
ólívur ólífur
olía
svartur pipar

Öllu er blandað saman í stóra skál og olíu og svörtum pipar hellt yfir.