Kjúklingur í hvítlauk og sítrónu

Uppskrift Halldóru Sigurdórsdóttur höfund bókarinnar Leiðin að bættri líðan.

Uppskriftin er fyrir fjóra

 1. 1 stór kjúklingur
 2. 1 msk Eðal kjúklingakrydd (Pottagaldrar) Öllu kryddinu er blandað saman við olíuna
 3. ½ msk Taaza masala (Pottagaldrar)
 4. 2 tsk svartur pipar
 5. ½ bolli olía
 6. 1 stór kubbur grænmetiskraftur saxaður smátt
 7. 1-2 heilir hvítlaukar (ekki hvítlauksgeirar) afhýddir
 8. 1 stór sítróna
 9. 1 bolli fersk steinselja klippt yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Aðferð:
Grænmetiskraftinum er stráð á botninn á eldföstu móti. Hvítlauksgeirarnir eru afhýddir og settir ofan á grænmetiskraftinn. Kjúklingurinn er settur ofan á hvítlaukinn. Öllu kryddinu er blandað saman við olíuna og kjúklingurinn er smurður vel og vandlega. Þeir sem vilja sterkan mat geta aukið kryddið að vild. Safinn úr sítrónunni er kreistur yfir kjúklinginn en sítrónan sjálf er sett inn í kjúklinginn. Af þessu kemur gott soð sem kemur í staðin fyrir sósu.

Eldað í 60 mín. á 200°C.

Þessi réttur hentar vel þegar fólk er í tímaþröng því kjúklingurinn er bestur þegar hann er kryddaður 12-24 tímum áður en hann er eldaður.

Meðlæti:

 • Tómatasalat
 • Soðin hýðishrísgrjón

  Tómatasalat:

 • 3 tómatar skornir í þunnar sneiðar
 • 1 rauðlaukur saxaður mjög fínt

Balsamedii, ólífuolíu og svörtum pipar er hrært saman og hellt yfir salatið.