Kjúklingabringur með sítrónumelissu

Eftir Halldóru Sigurdórsdóttur höfund bókarinnar Leiðin að bættri líðan.

Uppskriftin er fyrir fjóra

Þessi réttur verður betri ef hann er útbúinn deginum áður en hann er eldaður en það er ekki nauðsynlegt að útbúa hann áður.

Efni:

  • 4 kjúklingabringur – hver bringa skorin í tvennt
  • ½ – 1 bolli ólífu olía
  • 1 sítróna – bæði safinn og rifinn börkurinn

Krydd:

  • 10-20 blöð sítrónumelissa (fer eftir stærð blaðanna) – saxað smátt
  • 2 tsk. karrý
  • 2 tsk. túrmerik
  • 2 tsk. Taasa masala (Pottagaldrar)
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 1-2 msk Eðal kjúklingakrydd (Pottagaldrar)

Aðferð:

Öllu kryddinu er blandað saman við olíuna svo og rifnum sítrónuberkinum. Kjúklingabringurnar eru settar í eldfast mót og leginum hellt yfir – best er þegar þær ná að liggja í einn sólarhring. Safi úr einni sítrónu er svo kreistur yfir kjötið. Eldfasta mótið er sett ofarlega inn í 220 ° C heitan ofn en það tekur um 20 mínútur að steikjast. Soðið kemur í staðin fyrir sósu.

Meðlæti:

Tagliolini (t.d. frá DeCecco) er mjög skemmtileg pasta og passar vel með þessum rétti en auðvitað má nota hvaða pasta sem er. Gera þarf ráð fyrir 5 rúllum af Tagliolini á mann.