Svona getur þú kannað hvort þú þurfir að léttast: Taktu prófið!

Ef niðurstöður BMI-prófs sýna fram á of mikla þyngd, þ.e. BMI-vægið er hærra en 25, má kanna hér hvort grípa þurfi til aðgerða.

Þeir sem eru með BMI-vægi undir 25 eru ekki of þungir og því ekki ástæða til að þeir taki prófið.

Prófið er aðeins til leiðbeiningar og getur ekki komið í stað heimsóknar til læknis til að ræða vandamálið

 

 • Hversu hátt er BMI-vægið?

Milli 25 og 29,9
Hærra en 30

 • Er mittismálið meira en 101 sm (karlar), eða meira en 89 sm (konur)?


Nei

 • Þjáist þú af einhverjum eftirfarandi sjúkdóma? of háum blóðþrýstingi, sykursýki eða of miklu kólesteróli? Já
  Nei
 • Er einhver náinn ættingi með einhvern ofangreindra sjúkdóma?


Nei

 • Hefur þú þyngst um meira en 10 kg eftir að þú náðir 25 ára aldri?


Nei

 • Hreyfir þú þig kröftuglega í meira en 30 mínútur á dag?


Nei

Þetta er niðurstaða prófsins:

Meira en 5 stig
  Mikil hætta er á sjúkdómum sem tengjast of mikilli líkamsþyngd, svo sem of háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum eða sykursýki. Þú þarft að léttast og halda þyngdinni niðri. Rétt er að hafa samband við lækni til að fá ráðleggingar.

Þeim sem reykja er ráðlagt að hætta

Reykingar og offita eru tveir áhættuþættir sem MJÖG SLÆMT er að fari saman.

Þeir sem ekki hreyfa sig verða að auka hreyfinguna.

Þeir sem eru með BMI-tölu yfir 25 og svara spurningunni um háan blóðþrýsting, sykursýki eða aðra kvilla sem tengjast of mikilli þyngd játandi eru sjálfkrafa í hópi með þeim sem eru í alvarlegri áhættu og verða að gera eitthvað til að léttast.

3-4 stig
 

  • Þeir sem eru á þessu stigabili þurfa að léttast til að minnka hættuna á sjúkdómum sem tengjast of mikilli líkamsþyngd.

Þetta er sérlega mikilvægt ef BMI-vægið er yfir 30 eða mittismálið yfir tiltekinni tölu.

Hið sama gildir ef í ættinni finnast sjúkdómar sem tengjast of mikilli þyngd eða viðkomandi reykir.

Undir 2 stigum
  • Þyngdartap á ekki að skipta sköpum hvað varðar hættu á sjúkdómum sem tengjast of mikilli þyngd.

Alltaf þarf þó að reyna að bæta lífsvenjurnar: engar reykingar, meiri hreyfingu og minna af feitum mat.

ATHUGIÐ: Þetta próf er aðeins til leiðbeiningar og getur alls ekki komið í stað ráðlegginga læknis.