K-vítamín

Almennt um K-vítamín

Vítamín eru sameindir, settar saman úr fleiri eða færri frumeindum sem bindast hver annarri.

Auk vítamína eru líka til snefilefni eins og magnesíum, sem við verðum að fá í fæðunni. Þessi tveir flokkar tilheyra svokölluðum örnæringarefnum – næringarefnum sem aðeins þarf að innbyrða í mjög litlu magni.

K-vítamínið dregur nafn sitt af k-inu í orðinu koagulation, sem er alþjóðlegt orð yfir blóðstorknun. K-vítamínskorti getur fylgt tilhneiging til aukinna blæðinga.

K-vítamínið er til í tveimur gerðum í náttúrunni.
Fýtómenadíón (nefnt K1-vítamín) er í grænum plöntum.
Menakínón (kallað K2-vítamín), verður til vegna gerla í þörmunum.
Fýtómenadíón er uppleysanlegt í fitum og tekið upp í smáþörmunum. Það safnast í smástöðvum í lifrinni. Það var danski prófessorinn og Nóbelsverðlaunahafinn Henrik Dam sem uppgötvaði K-vítamínið.

 • Hvernig nýtir líkaminn K-vítamín? 

Það gegnir mikilvægu hlutverki í því flókna ferli sem lætur blóð storkna. Það eru storkuþættirnir prótrombín, þáttur VII, IX og X sem sjá til þess. Auk þess er K-vítamínið mikilvægt við myndun annarra próteina.


K-vítamín er mjög mikilvægt fyrir blóðstorknunarferlið
 

Í hvaða mat er K-vítamín?

Það er í grænmeti og þá sem Fýtómenadíón (kallað K1-vítamín). Það er einkum að finna í dökkgrænu grænmeti eins og lárperum, spergilkáli og spínati og einnig vínberjum. Einnig er K-vítamín að fá í lifur, nýrum, mjólkurvörum, kornvörum, kjöti og ávöxtum.

Einkum dökkgrænt grænmeti, mjólkurvörur, kjöt og ávextir.

 • Að auki leggja bakteríurnar í þörmunum til allt því helminginn af því K-vítamíni sem þörf er á, þ.e. sem K2-vítamín (menakínon).
 • Vítamínið þolir hita, sólskin og loft.

Hversu mikil er þörfin fyrir K-vítamín?

 • Ráðlagður dagskammtur karla er 0,08 mg en 0,065 mg fyrir konur. Undir eðlilegum kringumstæðum fæst nóg af K-vítamíninu úr vanalegum mat.
 • Meðalneysla fullorðinna er á bilinu 0,200 – 0,500 mg á dag.

 

 • Hverjum er hættast við vítamínskorti?

 

Ef kornabörn eru frátalin ber aldrei á skorti á K-vítamíni hjá fólki, því með matarvenjum okkar er þörfinni fullnægt. Reyndar eru notaðir ákveðnir K-vítamín antagónistar við meðhöndlun á þeim sem er mjög hætt við að fá blóðtappa. Efnin ganga inn í efnaskiptin og koma í veg fyrir virkni K-vítamínsins og stöðva þannig eðlilega storknum blóðsins.

Aukin hætta er á K-vítamínskorti við eftirfarandi skilyrði:

 • ef barn er fyrirburi
 • ef mataræði er einhæft

Langtímanotkun ýmissa lyfja getur einnig aukið hættuna á K-vítamínskorti.

 • Við fúkkalyfjakúr
 • Sýrubindandi lyf
 • Acetýlsalicylsýra
 • Paraffínolía við hægðatregðu
 • Blóðþynnandi lyf, warfarin og dikúmaról
 • Megrunarlyfið Xenical

 

 • Hvers ber að gæta þegar kornabörn eiga í hlut?

 

Eins og áður segir getur K-vítamínskortur hrjáð kornabörn. Það kemur til af því að of lítið af K-vítamíni er í móðurmjólkinni Við það bætist að bakteríuflóra kornabarnsins er ekki nógu veigamikil til að framleiða K-vítamín. Afleiðing þess getur orðið alvarlegar blæðingar.


Fyrstu þrjá mánuði í ævi barnsins þarf að gefa því einn dropa (1 mg) af K-vítamíni á viku

Ef barnið fær mikið af mjólkurdufti þarf þetta ekki.

Það er þó ekki algilt:
Börn verða stöðugt að fá K-vítamín ef þeim er hættara en öðrum börnum við blæðingum. Þá hættu mætti ef til vill rekja til fyrirburafæðingar, erfiðrar fæðingar eða ef móðirin er í meðferð og notar flogaveikilyf

Hvernig lýsir K-vítamínskortur sér?

Aukin hætta á blæðingum.

Hvernig lýsir of mikið K-vítamín sér?

Aðeins kornabörnum stafar hætta af of miklu K-vítamíni. Rauðu blóðkornin í þeim geta skaðast.

Má taka K-vítamín með öðrum lyfjum?

 • K-vítamín dregur úr virkni blóðþynnandi lyfja.
 • Meðferð með parafíni, kólestýramíni og orlistati (Xenical), dregur úr upptöku fituuppleysanlegra vítamína.

Ef spurningar vakna, er best að leita ráða hjá lækninum.