Ítölsk pastasósa

Eftir Halldóru Sigurdórsdóttur höfund bókarinnar Leiðin að bættri líðan.

 

 

 

Uppskriftin er fyrir fjóra

 

 

 

Þessi sósa er ekki bara einföld, ódýr og holl heldur mjög góð.  Hún passar með öllu pasta og er tilvalin í staðin fyrir kjötsósuna á lasagna. Auðvelt er að breyta sósunni en þá má bæta grænmeti út í hana eins og t.d. gulrótum og sellerí eða sleppa paprikunni.

Efni:

 

 • 1 stór laukur skorinn í sneiðar

   

 • 4 hvítlauksrif – marin

   

 • ½ rauð paprika – söxuð smátt

   

 • 1 dós tómat purré (70 gr,)

   

 • 1 dós (400 gr.) niðursoðnir tómatar

   

 •  200 ml. (½ dós) vatn


Krydd:

 • 10-20 blöð fersk basilíka – söxuð smátt

   

 • ½ bolli ferskt oregano – saxað smátt

   

 • 2 tsk svartur pipar

   

 • 1 kubbur grænmetiskraftur

   

 • 2 msk. olía

   

 • 1 bolli fersk steinselja

   

 

 

Aðferð:

 

Laukurinn og hvítlaukurinn mýktur í olíunni í góðum potti en passa verður að laukurinn brúnist ekki.  Síðan er allt hráefnið sett útí og látið malla þangað til vatnið hefur gufað upp og sósan er orðin þykk.  Ef sósan er ekki nógu sterk þá má bæta við kryddi að vild.

Meðlæti:

Nýr rifinn paramesan ostur.