Ítölsk kjötsúpa

Uppskriftin er fyrir fjóra

Efni:

 • 500 gr. nautakjöt skorið í bita
 • 2 rauðlaukar
 • 2 stórar gulrætur
 • 2 stilkar sellerí
 • ½ rauð paprika
 • 4-5 hvítlauksrif
 • 1 dós (400 gr.) tómatar í dós
 • 2 dósir (70 gr. dósir) tómat purré
 • 4 tsk. rautt pestó
 • 800 gr. vatn
 • olía til steikingar
 • 1 dós sýrður rjómi – sletta sett á hvern disk áður en súpan er borin fram

Krydd:

 • 1 bolli fersk oregano eða 4 tsk. þurrkað oregano
 • 15-20 blöð fersk basilíka eða 2 tsk þurrkuð basilíka
 • 2-3 tsk. svartur pipar – má vera meira ef vill
 • 2 kubbar grænmetiskraftur
 • 1 bolli fersk steinselja – söxuð smátt og stráð yfir súpuna í lokin

Aðferð:

Nautakjötið skorið í litla bita, kryddað með svörtum pipar, steikt á heitri pönnu og fært yfir í stóran pott. Allt grænmeti er skorið niður og steikt svo það verði mjúkt og sett í pottinn ásamt öllu öðru en sýrða rjómanum og steinseljunni. Súpan er síðan látin malla eins lengi og vill en hún verður betri því lengur sem hún fær að krauma. Steinseljan er sett út í pottinn í lokin. Sletta af sýrðum rjóma er sett á hvern disk áður en súpan er borin fram.

Meðlæti:

Gott gróft brauð