Ítalskur kjöthleifur

 Uppskriftin er fyrir fjóra

Þennan rétt er gott að útbúa deginum áður en hann er eldaður – það er þó ekki nauðsynlegt.

Efni:

 • 500 gr. hakk – nauta eða svínahakk
 • 2 dósir (70 gr.) tómat purré
 • 1 egg
 • 2 hvítlauksrif marin
 • 50 gr. nýrifinn paramesan ostur
 • 50 gr. ristaðar furuhnetur
 • ½ – 1 bolli rasp – fer eftir því hvað kjötið er blautt
 • 1 bolli mjólk til að hella yfir hleifinn áður en hann fer inní ofn

Krydd:

 • 2 msk. oregano eða ½ bolli af fersku oregano saxað smátt
 • 2 msk. basilíka eða 10-20 blöð af ferskri basilíku saxað smátt
 • 2 tsk. svartur pipar
 • 1 msk. jurtasalt
 • 1 msk. Ítalskt pastakrydd (Pottagaldrar)

Aðferð:

Öllu efninu nema mjólkinni er blandað vel saman – gott er að setja þetta í hrærivél eða blandara. Kjötið er síðan sett í eldfast mót, einn bolli mjólk er hellt yfir kjötið og látið bakast í u.þ.b. 30 mínútur í 200°C heitum ofni. Þegar kjötið er tilbúið er gott að og strá ferskri steinselju og paramesan osti yfir áður en það er borið fram.

Meðlæti:

Með þessum rétti er hægt að bera fram hvaða pasta sem er og gott salat – t.d. tómatasalat.

Tómatasalat:

 • 3 tómatar skornir í þunnar sneiðar
 • 1 rauðlaukur saxaður mjög fínt

Balsamediki, ólífuolíu og svörtum pipar er hrært saman og hellt yfir salatið.