Ítalskar snittur

Þessi réttur er upplagður sem forréttur eða smáréttur. Ég get lofað því að hann svíkur aldrei.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

 

 Efni:

 

 • 8 skorpulausar brauðsneiðar

   

 • 2 tómatar – skornir í þunnar sneiðar

   

 • 4-6 hvítlauksrif marin

   

 • 3 tsk. oregano

   

 • 2 tsk. basilíka – 20 blöð ef notuð er fersk basilíka

   

 • 1 tsk. svartur pipar

   

 • ½ bolli góð ólífu olía

   

 • 1 bolli svartar ólífur – skornar í þunnar sneiðar

   

 • rifinn mosarella ostur

   

 

 

Aðferð:
Olíunni, kryddinu, ólífunum og tómatsneiðunum er blandað varlega saman – passa að skemma ekki tómatsneiðarnar og látið standa í 1-2 klst. Skorpan er skorina af brauðinu svo snitturnar verði ferkantaðar. Tómatsneiðunum er síðan dreift jafnt á brauðið svo og kryddleginum með ólífunum og kryddinu og loks er ostinum stráð yfir. Brauðið er sett inn í heitan ofninn og látið bakast þar til osturinn er orðinn fallega brúnn.

 

 Þegar snitturnar eru notaðar sem forréttur er gott að bera ferskt grænt salat með. Ef nota á þetta sem smárétt er best að skera hverja sneið í 4 parta.