Inflúensa veturinn 2007–2008

Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd hefur inflúensan náð hámarki og er nú í rénun. Sú breyting hefur orðið að meðalaldur sjúklinga hefur hækkað síðustu þrjár vikurnar úr 25 árum í 46 ár. Á sama tímabili greindist inflúensa A, af stofni H3N1, í flestum tilfellanna, en framan af í faraldrinum greindist inflúensa A einungis af H1N1 stofni. Inflúensa A og B greindust jafn oft.

Á þessum vetri hafa því þrír mismunandi inflúensustofnar gengið yfir sem kann að skýra að margir hafa kvartað yfir endurteknum inflúensueinkennum. Þess skal þó getið að í bóluefninu gegn inflúensu felst vörn gegn stofnunum þremur.

 

Pistill þessi birtist fyrst í Farsóttrféttum 4. árg. 4. tölublað í Apríl 2008