Indverskt lambasaag og karrýkartöflur

Fyrir fjóra

Undirbúningur og matreiðsla tekur um 1 klst.

Spínat er mikið notað í indverskan mat og er afar gott með lambakjöti.
Þetta er mildur réttur sem gott er að bera fram með hrísgrjónum, nanbrauði eða pítubrauði.

Lamba Saag

Hráefni:

700 gr Lambainnanlæri
350 gr spínat
60 ml matarolía
1 stór laukur (fínt saxaður)
3tsk tómatkraftur
1tsk salt
1tsk túrmerik (krydd)
1/2 tsk chilliduft
1 tsk garam masala (krydd)
120 ml vatn
1. Hreinsið lambið og skerið það niður í litla bita (um 2 1/2 sm)
2. Hreinsið spínatið og skerið spínatið smátt
3. Hitið olíuna við háan hita á stórri pönnu. Steikið laukinn þar til hann er orðinn brúnn. Bætið tómatkrafti, salti og kryddi út á.
Hrærið vel og látið steikjast í um það bil mínútu.
4. Að lokum er lambakjöt, spínat og vatn sett saman. Hrærið vel, lækkið hitann og látið malla í um 40 mínútur, hrærið á 5-7 mínútna fresti.
5. Borið fram á fati.

Bombay karrý kartöflur

Undirbúningur og matreiðsla 35 mínútur Þetta er vinsæll réttur á flestum indverskum veitingastöðum. Rétturinn er einfaldur og er oft borinn fram með lambasaag og hrísgrjónum.

Hráefni:

450gr kartöflur
30ml matarolía
1 tsk heill jeera (kúmen fræ)
1/2 tsk heill rai (svört sinnepsfræ)
1/2 tsk túrmerik (krydd)
1 tsk salt
1/2 tsk chilliduft
100 gr ferskir tómatar, niðurskornir
150ml vatn
Örlítið af smátt söxuðum kóríander

1. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla bita (ca. 2 1/2 sm).
2.Hitið olíuna við háan hita á stórri pönnu og steikið fræin í nokkrar sekúndur. Bætið kartöflum, túrmerik, salti, chillidufti og tómötum. Hrærið stöðugt í um fimm mínútur.
3. Bætið vatni við og bíðið eftir að suða komi upp. Lækkið hitann og látið malla í 20 mínútur.
4. Berið fram á fati og skreytið með ferskukryddi.

Aðrar uppskriftir á NetDoktor.is